Undirbúningsnefnd kjörbréfa á lokasprettinum

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa held­ur vinnufund í dag með aðilum sem hafa reynslu af taln­ing­ar­starf­semi. Í næstu viku má bú­ast við að nefnd­in taki af­stöðu til þeirra álita­mála sem hafa komið upp í sam­bandi við síðastliðnar alþing­is­kosn­ing­ar. Þetta seg­ir Birg­ir Ármanns­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nefnd­in mun funda dag­lega það sem eft­ir er af þess­ari viku. Í dag verður fund­ur með aðilum sem hafa reynslu af taln­ing­ar­starfi. Þeirra á meðal eru starfs­menn sem töldu at­kvæði í Norðvest­ur­kjör­dæmi í alþing­is­kosn­ing­un­um í sept­em­ber.

Hlut­ir skýr­ast í næstu viku

„Til­gang­ur fund­ar­ins er að nefnd­ar­menn átti sig bet­ur á því hvernig fyr­ir­komu­lag taln­ing­ar í kosn­ing­um er og verður horft til Norðvest­ur­kjör­dæm­is en sömu­leiðis til annarra kjör­dæma til að fá betri mynd á það hvernig vinnu­lagið er í taln­ing­ar­ferl­inu,“ seg­ir Birg­ir.

Birg­ir seg­ir nefnd­ina á loka­sprett­in­um í gagna­öfl­un en verk­efni nefnd­ar­inn­ar er tvíþætt. Ann­ars veg­ar þarf hún að afla sér gagna og hins veg­ar þarf hún að taka af­stöðu til þeirra álita­mála sem koma upp.

„Ég held að við séum á loka­sprett­in­um með að afla þeirra gagna sem við þurf­um og í beinu fram­haldi för­um við að ræða þau atriði sem kalla á mat af okk­ar hálfu. Ég vil ekki slá neinu föstu en ég held hins veg­ar að ef þessi vika nýt­ist vel ættu hlut­ir að skýr­ast í næstu viku.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: