Vinnslumet í Neskaupstað

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, segir allt hafa …
Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, segir allt hafa gengið eins og í sögu. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Nán­ast sam­felld vinnsla hef­ur verið í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað frá því í júní og hef­ur starfs­fólkið unnið á þrískipt­um vökt­um. Það sem af er ári hafa verið unn­in 70 þúsund tonn í vinnsl­unni og er enn verið að landa afla, um er að ræða al­gjört metár.

Fyrra met var sett 2012 þegar fiskiðju­verið tók við 63 þúsund tonn­um til vinnslu.

Frá júní hef­ur verið landað rúm­lega 60 þúsund tonn­um af mak­ríl og síld en fyrr á ár­inu var landað um 10 þúsund tonn­um af loðnu. Í dag land­ar Börk­ur NK 1.360 tonn­um af norsk-ís­lenskri síld, en stutt er frá því að 1.100 tonn­um var landað úr Bjarna Ólafs­syni AK.

Aldrei hefur meiri afli verið unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar á …
Aldrei hef­ur meiri afli verið unn­in í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Nes­kaupstað. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an/Þ​or­geir

„Það hef­ur í reynd­inni allt gengið eins og í sögu. Við höf­um frá­bært starfs­fólk og síðan hafa veiðarn­ar gengið vel. Veiðarn­ar eru vel skipu­lagðar þannig að við erum ávallt að vinna fersk­an og góðan fisk,“ seg­ir Jón Gunn­ar Sig­ur­jóns­son, yf­ir­verk­stjóri í fiskiðju­ver­inu, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Nú er ein­ung­is einn farm­ur af norsk-ís­lenskri síld eft­ir að koma og síðan verður haf­ist handa við að veiða og vinna ís­lenska sum­argots­s­íld. Síðan er risaloðnu­vertíð framund­an og þá þurfa hjól­in að snú­ast hratt. Oft er þó áta í loðnunni á þess­um árs­tíma og því mun loðnu­fryst­ing kannski ekki hefjast fyrr en eft­ir ára­mót­in. Í okk­ar iðnaði skipt­ir öllu máli að veiðarn­ar og vinnsl­an séu skipu­lögð heild­stætt. Þegar það er gert næst góður ár­ang­ur eins og við erum að upp­lifa núna,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

mbl.is