Real Houswives of New Jersey-stjarnan Teresa Giudice og unnusti hennar Luis Ruelas eru nú á Grikklandi í svokallaðri trúlofunarferð. Parið trúlofaði sig á fimmtudaginn í síðustu viku og skellti sér beint í sólina til að fagna.
Giudice hefur sýnt mikið frá ferðinni á Instagram og deilt fjölda mynda af þeim saman að njóta í sólinni. Giudice og Ruelas dvelja á lúxushótelinu Amanzoe en hafa þó einnig nýtt ferðina í að heimsækja eyjarnar í kring.
Þau hafa meðal annars heimsótt eyjarnar Santorini og Spetses.