Engir Íslendingar ákærðir í Namibíu

Alls voru tíu sem fóru fyrir dómara í Namibíu í …
Alls voru tíu sem fóru fyrir dómara í Namibíu í síðustu viku. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur íslenskra ríkisborgara. Ljósmynd/Namibia Superior Courts

Alls eru tíu ein­stak­ling­ar ákærðir í Namib­íu í tengsl­um við ólög­leg viðskipti með veiðiheim­ild­ir þar í landi. Ákæru­liðirn­ir eru 42 en málið nær til 18 lögaðila. Málið (Fis­hrot) hef­ur verið kennt við starf­semi Sam­herja sem Sam­herja­málið en eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar né fé­lög sem sem tengj­ast fyr­ir­tæk­inu eru á meðal sak­born­inga í mál­inu.

Fram kem­ur í um­fjöll­un Nami­bi­an að sak­born­ing­ar eru sakaðir um fjár­svik, mútu­greiðslur, spill­ingu, fjár­kúg­un, pen­ingaþvætti og skattsvik. Þing­setn­ing fór fram í síðustu viku en dóm­ar­inn Christ­ine Lie­ben­berg hef­ur ákveðið að gefa ákærðu frest til 20. janú­ar að und­ir­búa málsvörn.

Ákæru­valdið full­yrðir að ákærðu hafi átt sam­ráð og átt í sam­starfi um að hagn­ast fjár­hags­lega á út­hlut­un veiðiheim­ilda til dótt­ur­fé­lags Sam­herja. Er því meðal ann­ars haldið fram að af­nota­gjöld af kvóta sem ís­lenska fyr­ir­tækið greiddi hafi ratað til þeirra ákærðu auk fyr­ir­tækja og sjóða sem þeir eru í for­svari fyr­ir. Op­in­ber­lega var veiðiheim­ild­un­um sem Sam­herji hafði fengið verið út­hlutað í sam­ræmi við „mark­mið hins op­in­bera í þágu al­menn­ings“.

Eng­ar ákær­ur

Kjarn­inn grein­ir frá því í dag að í ákæru­skjali – sem miðill­inn hef­ur und­ir hönd­um – er ekki að finna ís­lenska rík­is­borg­ara eða fé­lög í Namib­íu sem þeir stýrðu fyr­ir Sam­herja. Sak­sókn­ari lýsti því í fe­brú­ar að Íslend­ing­ar kynnu að verða ákærðir en ekki virðist hafa orðið úr því.

For­stöðumenn Sam­herja hafa ít­rekað lýst þeirri af­stöðu sinni að hvorki Sam­herji, fé­lög á þeirra veg­um eða starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafi framið nokk­ur refsi­verð brot nema þau sem Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfsmaður Sam­herja í Namib­íu, hef­ur sjálf­ur sagt frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina