Segist búast við að hitta Biden

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, seg­ist bú­ast við að hitta Joe Biden Banda­ríkja­for­seta á COP26 lofts­lags­ráðstefn­unni í Glasgow sem hefst næsta sunnu­dag, að því er fram kem­ur í tyrk­nesk­um fjöl­miðlum í dag.

Hvíta húsið birti áætl­un Biden á G20 leiðtoga­fund­in­um í Róm um helg­ina, en á þeirri áætl­un var ekki fund­ur með Tyrk­lands­for­seta.

„Dag­skrá Róm­ar og Glasgow virðist hafa breyst,“ er haft eft­ir Er­dog­an. „Við hitt­umst lík­lega í Glasgow í stað Róm­ar.“

Ann­ar fund­ur leiðtog­anna tveggja

Fund­ur­inn, sem verður ann­ar fund­ur leiðtog­anna tveggja síðan Biden var kjör­inn for­seti, kem­ur í kjöl­far þess að Tyrk­ir fara fram á skaðabæt­ur eft­ir að Washingt­on rak Tyrki út úr F-35 orr­ustuþotu­áætlun sinni til að kaupa rúss­neskt eld­flauga­varn­ar­kerfi.

Fund­ur­inn kem­ur einnig í kjöl­far hót­un­ar Er­dog­an um að reka sendi­herra Banda­ríkj­anna, ásamt níu öðrum sendi­herr­um vest­rænna ríkja úr landi vegna stuðnings þeirra við fang­elsaðan stjórn­ar­and­stöðuleiðtoga í Tyrklandi.

Hann hef­ur þó dregið hót­un­ina til baka eft­ir að sendi­ráðin gáfu út yf­ir­lýs­ing­ar þar var heitið því að halda sig utan inn­an­rík­is­mála Tyrk­lands.

mbl.is