Þangétandi sauðfé sem gæti lagt baráttunni lið

00:00
00:00

Sauðfé á hinni af­skekktu skosku eyju North Ronaldsay er gætt sér­stök­um hæfi­leik­um sem gætu hjálpað íbú­um jarðar við að tak­ast á við lofts­lags­vána.

Sauðféð legg­ur sér nefni­lega þang til munns og er þang aðal­uppistaðan í mataræði þess. Frek­ar var það af nauðsyn en af hreinu vali sem sauðféð á eynni fór að éta svo mikið af þangi enda byggðu eyja­skeggj­ar múr sem halda dýr­un­um við sjáv­ar­síðuna.

Þetta hef­ur orðið vís­inda­mönn­um inn­blást­ur sem kanna nú hvort það að bæta þess­um ljúf­fenga gróðri jarðar við mataræði bú­fénaðar geti hjálpað til við að minnka fram­leiðslu dýra á met­ani, gróður­húsaloft­teg­und sem legg­ur hlýn­un jarðar lið. Í þangi er að finna efni sem trufl­ar met­an­fram­leiðslu. Slíkt gæti hjálpað til við bar­átt­una við lofts­lags­vána.

Þetta eru lík­lega ekki al­veg nýj­ar frétt­ir fyr­ir Íslend­inga, en hér hef­ur fjöru­beit sauðfjár lengi verið þekkt, þó sjald­an hafi sauðfé verið girt af í fjör­um.

mbl.is