„Þurfum einhvern til að taka af skarið“

Rupert Hoews, forstjóri MArine Stewardship Council, segir mikilvægt að starndríki …
Rupert Hoews, forstjóri MArine Stewardship Council, segir mikilvægt að starndríki komi sé saman um nýtingu uppsjávarstofna á Norður-Atlantshafi. Ljósmynd/Samsett

Rupert Howes, for­stjóri MSC-vott­un­ar­stof­unn­ar, kveðst sann­færður um að hægt sé að leysa deil­ur ríkja um upp­sjáv­ar­veiðar í norðaust­ur­hluta Atlants­hafs. Full­trú­ar ríkj­anna funda nú í London, en stór­fyr­ir­tæki hafa heitið því að hætta eða draga úr kaup­um sín­um á þess­um upp­sjáv­ar­af­urðum ef deil­an verður ekki leyst. 

„Ég er bjart­sýn­ismaður og lít ekki á stöðuna sem skelfi­lega. Við erum með nokk­ur af auðug­ustu og þróuðustu ríkj­um heims sem koma að mál­inu. Ég held að áskor­un­in fel­ist í að þess­ir kvót­ar sem sett­ir hafa verið ein­hliða hafa farið um­fram vís­inda­lega ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins [ICES] í allt of lang­an tíma,“ seg­ir Howes.

Hann kom hingað til lands í til­efni arctic Circle ráðstefn­unn­ar í Hörpu en MSC efndi til mál­stofu um sjálf­bæra nýt­ingu mak­ríls, kol­munna og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar.

„Stofn­arn­ir eru að minnka, en það er enn tími til þess að snúa þess­ari þróun við og það er það sem MSC og mörg fyr­ir­tæki sem við störf­um með eru að hvetja rík­is­stjórn­ir strand­ríkj­anna og full­trúa þeirra – sem eru nú að hitt­ast og semja um upp­sjáv­ar­stofn­ana – til að taka að sér leiðtoga­hlut­verkið og viður­kenna vand­ann og gera sitt ýtr­asta til að leysa úr þess­um hnút í viðræðunum. Það þarf að finna lausn í mál­inu, sann­gjarna lausn á því hvernig afla­hlut­deild er út­hlutað og tryggja að veiðar verði í takti við vís­inda­lega ráðgjöf,“ seg­ir Howes.

mbl.is

Hann tel­ur ljóst að þrýst­ing­ur­inn á stjórn­völd í Nor­egi, Rússlandi, Bretlandi, Evr­ópu­sam­band­inu, Fær­eyj­um og á Íslandi muni fara vax­andi á næstu miss­er­um.

„Það eru mikl­ar vænt­ing­ar til rík­is­stjórna um að gera það sem er rétt. Við erum í heimi sem er und­ir áhrif­um kór­ónu­veirufar­ald­ur­ins og fólk er orðið meðvitað um um­hverf­is­mál og hvernig teng­ing­ar eru orðnar alþjóðleg­ar og hversu háð við erum orðin hvert öðru.“

Þrýst­ing­ur eykst

„MSC er aðeins hluti af ör­ygg­is­ventli og sem sýn­ir fram á hvað þarf til að nýt­ing hafs­ins sé með góðum hætti. Vott­an­ir okk­ar ná til hluta af 20% af fiski­stofn­um heims­ins. Sjálf­bærni er mál sem mun ekki hverfa í bráð. Neyt­end­ur og fyr­ir­tæki vilja í aukn­um mæli vottaðar afurðir og þrýst­ing­ur­inn á strand­rík­in eykst stöðugt,“ full­yrðir Howes.

„Þó svo að rík­in séu sam­mála um hvert veitt heild­ar­magn á að vera þá er ljóst að út­gefn­ar veiðiheim­ild­ir eru um 41% um­fram ráðgjöf fyr­ir mak­ríl, um 25% um­fram ráðgjöf fyr­ir kol­munna og 35% fyr­ir norsk-ís­lenska síld. Þetta er ekki sjálf­bært og ég held að neyt­end­ur og fyr­ir­tæki eru í aukn­um mæli að horf­ast í augu við það og því leng­ur sem þetta held­ur áfram verður staðan óviðun­andi. Fyr­ir­tæki hafa boðað að þau munu breyta inn­kaupa­stefnu sína og yf­ir­lýs­ing­ar fyr­ir­tækja benda til þess að kaup­end­ur eru reiðubún­ir til að grípa til aðgerða,“ seg­ir Howes.

Makríll dreginn úr sjó.
Mak­ríll dreg­inn úr sjó. Ljós­mynd/Þ​or­geir Bald­urs­son

Fram kom á mál­fundi MSC sem hald­inn var á Arctic Circle að stór­ir kaup­end­ur upp­sjáv­ar­af­urða hafa ákveðið að gefa strand­ríkj­um í norðaust­ur­hluta Atlants­hafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á mak­ríl, síld og kol­munna verði inn­an vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar áður en fyr­ir­tæk­in fari að leita annarra afurða.

Þar sagði Tom Pick­erell, verk­efna­stjóri North Atlantic Pelagic Advocacy Group (NAPA), að skila­boðin frá yfir 40 versl­un­ar­keðjum og mat­væla­fram­leiðend­um væru skýr: Þau vilja sjálf­bær­ar afurðir í virðiskeðju sinni.

Öll sam­mála um vís­ind­in

„Án efa hef­ur Ísland frá­bæra fisk­veiðistjórn­un og öll þessi strand­ríki sem um ræðir vita hvernig á að stjórna veiðum. Jafn­framt eru þau öll sam­mála um gildi vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar ICES sem er ótrú­lega já­kvætt. Þannig að lausn­irn­ar eru fyr­ir hendi en auðvitað er erfiðleik­inn að koma á sam­komu­lagi um skipt­ingu afla­hlut- deilda milli ríkj­anna. Þarna þurf­um við ein­hvern til að taka af skarið og horf­ast í augu við að öll rík­in þurfa að taka skerðingu, því það er ljóst að stofn­arn­ir eru að minnka og eru að nálg­ast hættu­markið. Síld­ar­stofn­inn hef­ur minnkað um meira en þriðjung. Þannig að það eru tak­mörk fyr­ir því hversu lengi er hægt að sækja úr stofn­un­um í mikl­um mæli,“ seg­ir Howes.

Tel­ur þú að þessi þriggja ára frest­ur sem kaup­end­ur afurða gefa verði af­ger­andi þátt­ur í að leysa vanda­málið?

„Það á eft­ir að koma í ljós, en þetta er þró­un­in út um all­an heim. Í Evr­ópu, Banda­ríkj­un­um og sí­fellt meira í Asíu og Afr­íku. Mark­mið Sam­einuðu þjóðanna um að ná að stýra nýt­ingu allra auðlinda hafs­ins í takti við vís­ind­in inn­an 2030 hef­ur þegar verið samþykkt af flest­um ríkj­um heims. Ég vona að með þess­um aukna þrýst­ingi frá markaðnum og frá út­gerðunum sjálf­um ná rík­in að finna hag­stæða lausn á deil­unni um stofn­ana.“

Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar.
Mak­ríll í haf­inu á Sval­b­arðasvæðinu í sum­ar. Ljós­mynd/​Hav­forskn­ings­instituttet

Howes kveðst hafa hitt fjölda fólks hér á landi úr stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og sjáv­ar­út­vegi og hef­ur heyrt mörg ólík sjón­ar­mið um hvað gæti þurft að gera fram að því að lausn finn­ist. Bend­ir hann meðal ann­ars á að sum­ir hafi viðrað þær hug­mynd­ir að koma á veiðibanni á þess­um teg­und­um þar til samn­ing­ur milli strand­ríkja ligg­ur fyr­ir. Jafn­framt hafi verið rætt um alþjóðlega sáttamiðlun.

„Þetta eru allt nýj­ar hug­mynd­ir í mín­um huga, en okk­ar afstaða hjá MSC er ein­fald­lega að halda áfram að hvetja til þess að fund­inn verði far­sæll far­veg­ur í mál­inu því það er í hag þjóðanna til lengri tíma, út­gerðanna og mann­eskj­anna.“

Hrós­ar Íslend­ing­um

For­stjór­inn seg­ir Ísland hafa verið fljótt til að sýna vilja til að votta afurðir. „Ísland hef­ur með stór­kost­leg­um hætti ákveðið að vera í fremstu röð þegar kem­ur að sam­starfi við MSC. Á ein­um tíma­punkti höfðu 97% af sjáv­ar­af­urðum Íslands fengið MSC-vott­un, þar af níu teg­und­ir sem Íslend­ing­ar voru fyrst­ir að láta votta og eru fimm þeirra enn aðeins vottaðar á Íslandi.“

Mik­ill skaði fyr­ir líf­ríki sjáv­ar

Mak­ríll, norsk-ís­lensk síld og kol­munni í Norðuraust­ur-Atlants­hafi eru stærstu fisk­stofn­ar í Evr­ópu. Eng­ir samn­ing­ar hafa verið gerðir milli allra ríkja sem nýta þessa stofna um langt skeið eða frá 1996 og hafa stofn­arn­ir því verið of­veidd­ir. Er talið að hætta sé á hruni þeirra ef ekki verður komið á stjórn veiða sem trygg­ir sjálf­bæra nýt­ingu.

Und­an­far­in ár hef­ur stofn­un­um hnignað og hafa vís­inda­menn sér­stak­lega áhyggj­ur af norsk-ís­lenskri síld en sá stofn er sagður hafa minnkað um 36% á síðasta ára­tug. Stofn­inn hrundi seint á sjö­unda ára­tugn­um vegna of­veiði og náði sér aðeins eft­ir að veiðar voru tak­markaðar í 20 ár.

Að missa þessa stofna myndi valda mikl­um skaða á líf­ríki sjáv­ar á svæðinu, þar sem þeir eru mik­il­væg fæða fyr­ir aðrar teg­und­ir. Neyt­end­ur myndu sjá vin­sæl­ar vör­ur hverfa úr hill­um stór­markaða og af mat­seðlum um alla Evr­ópu og Jap­an. Fisk­eld­is­stöðvar geta staðið frammi fyr­ir trufl­un­um á fóður­fram­boði, þar sem kol­munni er al­mennt notaður til fram­leiðslu fiski­mjöls.

Huginn VE að veiðum.
Hug­inn VE að veiðum. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Ráðlögðu minni afla

Í ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) sem veitt var 30. sept­em­ber um afla­mark upp­sjáv­ar­stofna fyr­ir 2022 er gert ráð fyr­ir 7-19% sam­drætti í afla á norsk-ís­lenskri síld, mak­ríl og kol­munna frá ráðgjöf fyr­ir árið 2021.

Í sam­ræmi við samþykkta afla­reglu strand­ríkja legg­ur ICES til að afli norsk-ís­lenskr­ar síld­ar nái ekki um­fram 599 þúsund tonn á næsta ári. Er því gert ráð fyr­ir 52 þúsund tonn­um minna en fyr­ir árið 2021, sem ger­ir um 9% lækk­un. Legg­ur ICES til að afli mak­ríls nái ekki um­fram 795 þúsund tonn á næsta ári. Er það 57 þúsund­um tonn­um minna en fyr­ir þetta ár, eða um 7% lækk­un.

Jafn­framt er lagt til að afli kol­munna nái ekki um­fram 753 þúsund tonn, sem er 176 þúsund tonn­um minna en fyr­ir þetta ár og því um 19% lækk­un að ræða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina