Ekki náðist samkomulag um síld eða kolmunna

Hoffell SU á kolmunnaveiðum. ekki eru samningar um skiptingu afla …
Hoffell SU á kolmunnaveiðum. ekki eru samningar um skiptingu afla milli þeirra ríkja sem veiða tegundina. mbl.is/Börkur Kjartansson

Ekki náðist sam­komu­lag um skipt­ingu heild­arafla í norsk-ís­lenskri síld og kol­munna í viðræðum strand­ríkja í London síðustu daga. Ákveðið var að halda samn­inga­fundi um skipt­ingu veiða í upp­hafi næsta árs, með það að mark­miði að sam­komu­lag geti leitt til sjálf­bærra veiða strax árið 2022.

Ekk­ert heild­ar­sam­komu­lag er í gildi um stjórn­un veiða á þess­um teg­und­um í Norðaust­ur-Atlants­hafi, né á mak­ríl, og hef­ur afli síðustu ára verið tals­vert um­fram ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES).

Í frétt frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu kem­ur fram að strand­rík­in séu sam­mála um að mik­il­vægt sé að leggja þunga áherslu á að reyna að ná niður­stöðu um skipt­ingu heild­arafla. Án slíks sam­komu­lags sé ljóst að raun­veru­leg­ar veiðar verði um­tals­vert meiri en sem nem­ur vís­indaráðgjöf­inni.

Strand­rík­in voru sam­mála um að heild­ar­veiðar skuli ekki vera um­fram vís­indaráðgjöf ICES og var því samþykkt að setja heild­arafla­mark sem er 598.588 tonn fyr­ir norsk-ís­lenska síld og 752.736 tonn fyr­ir kol­munna. Jafn­framt var ákveðið að fela vís­inda­mönn­um strand­ríkj­anna að upp­færa sam­an­tekt frá 2013 um dreif­ingu kol­munna.

Strand­rík­in hafa hvert fyr­ir sig sett sér kvóta í kol­munna og norsk-ís­lenskri síld á eig­in for­send­um og hef­ur heild­arafl­inn farið tals­vert um­fram ráðgjöf síðustu ár.

Viðræður strand­ríkja um mak­ríl stóðu enn yfir í London síðdeg­is í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: