Minniháttar endurbót á nýrri loftslagsáætlun Kína

Nýja áætlunin staðfestir að markmið Kína sé að ná kolefnishlutleysi …
Nýja áætlunin staðfestir að markmið Kína sé að ná kolefnishlutleysi fyrir 2060 og minnka magn losunar á hverja einingu efnahagsframleiðslu um meira en 65 prósent. AFP

Kína lagði í dag fram end­ur­nýjaða áætl­un um að draga úr kol­efn­is­los­un. Nýja áætl­un­in kem­ur aðeins nokkr­um dög­um fyr­ir COP26 lofts­lags­ráðstefn­unn­ar sem fram fer í Glasgow og hefst á sunnu­dag.

Nýja áætl­un­in staðfest­ir að mark­mið Kína sé að ná kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir 2060 og minnka magn los­un­ar á hverja ein­ingu efna­hags­fram­leiðslu um meira en 65 pró­sent.

Sér­fræðing­ar telja þó að nýja áætl­un­in fæli í sér minni­hátt­ar end­ur­bót­um á nú­ver­andi áætl­un Kína og væri langt því að vera nægj­an­legt frá land­inu sem ber ábyrgð á meira en fjórðungi allr­ar kol­efn­is­meng­un­ar.

Há­marks­los­un verði 2030

Sem hluti af Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu 2015 samþykktu öll lönd að draga úr los­un til að tak­marka hækk­andi hita­stig og halda hækk­un­inni vel und­ir tveim­ur gráðum á Cel­síus.

Sam­kvæmt fyr­ir­komu­lagi samn­ings­ins samþykktu und­ir­ritaðir að leggja fram nýj­ar og metnaðarfyllri áætlan­ir til að draga úr los­un, þekkt­ar sem Nati­onally Determ­ined Contri­buti­ons, á fimm ára fresti.

Á síðasta ári gaf Xi Jin­ping for­seti Kína til kynna að landið myndi ná kol­efn­is­hlut­leysi um 2060 og að há­marks­los­un lands­ins yrði um 2030.

mbl.is