Reiða sig á að sjórinn dreifi menguninni

Hertar reglugerðir um notkun brennistein í eldsneyti og notkun svartolíu …
Hertar reglugerðir um notkun brennistein í eldsneyti og notkun svartolíu sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, hefur sett heimila að PAH-efnum úr útblæstri skipa sé dælt í sjóinn í stað. Efnin brotna síður niður í sjó en í andrúmsloftinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið tel­ur ekki ástæðu til þess að banna út­blást­urs­hreinsi­búnað skipa sem dæl­ir úr­gangi í sjó­inn þrátt fyr­ir að efni sem gæti haft áhrif á heilsu manna brotni síður niður í köld­um sjó en í and­rúms­loft­inu. Ástæðan er sögð vera að við Ísland séu haf­straum­ar sem leiða burt meng­un­ina sem trygg­ir minni þétt­leika efn­anna í haf­inu.

Í fyrra birti breska dag­blaðið Guar­di­an upp­lýs­ing­ar úr inn­an­húss­skýrslu Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar um hugs­an­lega skaðleg áhrif op­inna út­blást­urs­hreins­un­ar­kerfa sem losa PAH-efni í sjó­inn og hvernig þau gætu haft áhrif á heilsu manna í gegn­um fisk og skeldýr. Efn­in hafa meðal ann­ars verið tal­in auka lík­ur á húð-, lungna-, þvag­blöðru-, lifr­ar- og magakrabba­mein­um.

Bann sem var ekki bann

Árið 2018 voru regl­ur um brenni­steins­meng­un í ís­lenskri land­helgi hert­ar og árið á eft­ir und­ir­ritaði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, reglu­gerð um hert­ar kröf­ur varðandi eldsneyti í ís­lenskri land­helgi.

Var reglu­gerðin sögð í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu vera í raun bann við notk­un svartol­íu inn­an land­helg­inn­ar og var liður í að fram­fylgja aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um.

Raun­ar var ekki um bann við svartol­íu að ræða held­ur var veitt und­anþága ef stuðst væri við tæki sem gætu hreinsað út­blástur­inn. Und­anþágan hef­ur einnig náð til tak­mark­anna á brenni­steini í eldsneyti.

„Reglu­gerðin á að stuðla að minni loft­meng­un frá skip­um, sem er já­kvætt fyr­ir loft­gæði og heilsu fólks, en einnig að virka sem hvati til að draga úr notk­un meng­andi eldsneyt­is al­mennt. Hægt er að upp­fylla kröf­ur reglu­gerðar­inn­ar með því að nota minna meng­andi eldsneyti, en einnig er heim­ilt að nota viður­kennd­ar aðferðir til þess að draga úr los­un, s.s. að hreinsa brenni­stein o.fl. meng­un­ar­efni úr út­blæstr­in­um með hreinsi­búnaði,“ seg­ir í svari um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn blaðamanns.

Töluverður útblástur hefur verið frá skemmtiferðaskipum, nú þarf að hreinsa …
Tölu­verður út­blást­ur hef­ur verið frá skemmti­ferðaskip­um, nú þarf að hreinsa fyrst en losa meng­un­ina í sjó. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Til er þrenns kon­ar hreinsi­búnaður og seg­ir í svar­inu að opin kerfi séu al­geng­ust [á heimsvísu] en við notk­un þeirra er „út­blástur­inn leidd­ur í gegn­um vatnsúða sem tek­ur upp brenni­stein­inn og er hreinsi­vatnið síðan leitt í sjó­inn. Í hreinsi­vatnið fara auk brenni­steins, agn­ir, málm­ar og efni sem mynd­ast við bruna eldsneyt­is­ins, þ.e. fjöl­hringja kol­efn­is­sam­bönd (PAH, polyarom­atic hydrocar­bons) og köfn­un­ar­efn­is­sam­bönd (NOx). Hætta af þess­um völd­um fyr­ir líf­ríki og heilsu manna er lít­il þegar regl­um er fylgt.“

Vert er að vekja at­hygli á að meðal skipa með út­blást­urs­hreinsi­búnað sem skráð eru hér á landi eru öll fiski­skip með lokað kerfi. Í þess­um til­fell­um er úr­gangi safnað sam­an og fargað á viðeig­andi hátt þegar komið er í land. Hins veg­ar eru flutn­inga­skip og skemmti­ferðaskip sem sigla um Íslands­smið flest með opin hreinsi­kerfi.

Brotna síður niður í sjó

PAH-efn­in sem með hreinsi­búnaði er dælt í sjó­inn eru þó ekki úr sög­unni þar sem þessi efni telj­ast til þrá­virkra efna og er sól­ar­ljós aðalþátt­ur í niður­broti þeirra sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un.

„Hrygg­dýr geta brotið niður PAH en um­brots­efn­in geta verið skaðlegri en PAH-efn­in sjálf. PAH-brotna ágæt­lega niður í and­rúms­lofti og við súr­efn­is­rík­ar aðstæður en geta safn­ast upp í set­lög­um og súr­efn­is­snauðu vatni ekki síst á köld­um svæðum og þar sem lítið er af sól­ar­ljósi. PAH eru sér­lega hættu­leg líf­ríki í hafi, vatna­svæðum og í seti,“ seg­ir í skýr­ingu stofn­un­ar­inn­ar á tak­mörk­un­um á notk­un PAH-efna.

„Eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að PAH-efni í hafi við Ísland séu áhyggju­efni varðandi heilsu manna. Matís hef­ur fylgst með magni óæski­legra efna í sjáv­ar­fangi. Í skýrslu Matís frá 2010 kem­ur fram að PAH-efni hafi ekki fund­ist í nein­um þeirra fisk­sýna sem mæld voru nema í grá­lúðu og að þar hafi styrk­ur­inn sem mæld­ist ekki tal­ist hættu­leg­ur heilsu,“ seg­ir í svari um­hverf­is- og auðlindaráðeyt­is­ins við fyr­ir­spurn blaðamanns.

Sjö fiskiskip hafa hreinsunarbúnað en farga úrgangi á landi svo …
Sjö fiski­skip hafa hreins­un­ar­búnað en farga úr­gangi á landi svo ekki sé verið að menga afurðina. mbl.is/​Hari

Lengi tek­ur sjór­inn við

Um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið viður­kenn­ir í svari sínu að los­un hreinsi­vatns geti aukið álag á um­hverfið þar sem um er að ræða þunga skipaum­ferð í ám og við strend­ur þar sem end­ur­nýj­un sjáv­ar er lít­il.

„Slík­ar aðstæður eru t.d. sums staðar við strend­ur Evr­ópu, en ekki hér við land. Al­mennt telst meng­un sjáv­ar hér við land lít­il, sbr. ný­lega sam­an­tekt um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins. [...] Sam­kvæmt nýj­ustu skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir árið 2019 var los­un PAH-efna á Íslandi 87 kg (miðað við sam­tölu fjög­urra PAH efna). Helstu upp­sprett­ur PAH-efna í um­hverf­inu voru sorp­brennsla, ál- og járn­blendifram­leiðsla og bílaum­ferð. PAH efni ber­ast aðallega í fólk með mat­væl­um. Ógæti­leg meðferð þeirra, svo sem við reyk­ingu og grill­un mat­ar, get­ur einnig haft áhrif, auk þess sem PAH-efni ber­ast í fólk með tób­aks­reyk.“

Mik­il­vægt að nota á rétt­an hátt

Í sept­em­ber 2019 var fyr­ir slysni úr­gangi dælt úr hrein­is­búnaði Lag­ar­foss í höfn­inna í Vest­manna­eyj­um. Hvatti rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa í kjöl­farið yf­ir­völd til að meta hvort ekki sé ástæða til að banna op­inn hreinsi­búnað við strend­ur lands­ins. Taldi Um­hverf­is­stofn­un einnig ástæðu til að skoða hvort ætti að end­ur­skoða ákvæði um hreinsi­búnað.

Úrgangur hreinsibúnaðar í Lagarfoss var fyrir slysni dælt í höfnina …
Úrgang­ur hreinsi­búnaðar í Lag­ar­foss var fyr­ir slysni dælt í höfn­ina í Vest­manna­eyj­um í fyrra. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

„Ráðuneytið hef­ur farið yfir ábend­ing­ar frá Rann­sókna­nefnd sam­göngu­slysa, en tel­ur ekki ástæðu til að end­ur­skoða reglu­gerð um eldsneyti í ís­lenskri land­helgi í kjöl­far þeirra. Ráðuneytið tek­ur und­ir mik­il­vægi þess að meng­un­ar­varn­ar­búnaður sé notaður á rétt­an hátt þannig að ekki verði los­un í sjó í höfn­um eins og gerðist í því til­viki sem Rann­sókna­nefnd­in hafði til skoðunar.

Ekki er þó ástæða til að ætla að heilsu manna hafi verið ógnað í til­vik­inu sem um ræddi og ekki er ástæða til að ætla að vot­hreinsi­búnaður í skip­um valdi tjóni fyr­ir heilsu manna og líf­rík­is á Íslands­miðum,“ seg­ir í svari ráðuneyt­is­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: