Saka olíufélögin um blekkingar

Bandaríska þinghúsið í Washington.
Bandaríska þinghúsið í Washington. AFP

Æðstu stjórn­end­ur helstu olíu­fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna sitja nú fyr­ir svör­um Banda­ríkjaþings, en fé­lög­in hafa verið sökuð um af­veg­leiða al­menn­ing í umræðu um lofts­lags­vá. Þing­menn úr röðum demó­krata hafa sakað stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna um að hafa neitað því ára­tug­um sam­an að þeirra vör­ur hafi haft áhrif á hlýn­un jarðar. 

Í opn­un­ar­ávörp­um sín­um fór­um stjórn­end­urn­ir yfir þær aðgerðir sem fyr­ir­tæk­in hafa gripið til til að sporna gegn þró­un­inni. Michael Wirth, for­stjóri Chevr­on, hafnaði því al­farið að fé­lagið hafði tekið þátt í að dreifa vís­vit­andi röng­um upp­lýs­ing­um um lofts­lags­mál. Hann sagði m.a. aðlofts­lags­breyt­ing­ar væru að eiga sér stað.

Carolyn Maloney stýrir fundinum.
Carolyn Maloney stýr­ir fund­in­um. AFP

„Á meðan viðhorf okk­ar gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um hef­ur verið að breyt­ast í tím­anna rás, þá eru öll um­mæli um að Chevr­on eigi þátt í að dreifa fals­upp­lýs­ing­um og af­vega­leiða al­menn­ing varðandi þessi flóknu mál ein­fald­lega röng.“

Carolyn Maloney, sem er formaður eft­ir­lis­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, sem fer fyr­ir fund­in­um, spurði m.a. hvort for­stjór­arn­ir væru ósam­mála þeirri full­yrðingu að „lofts­lags­breyt­ing­ar ógni til­veru mann­kyns“. Eng­in svör bár­ust og lét Maloney því eft­ir­far­andi um­mæli falla: „Þannig að sann­leik­ur­inn er öll­um ljós.“

Meðal þess sem hef­ur verið rætt m á fund­in­um er upp­taka þar sem Keith McCoy, sem er hags­muna­vörður Exxon­Mobil, þar sem hann viður­kenn­ir fyrr á þessu ári að fé­lagið hefði beitt sér gegn lofts­lags­vís­ind­um árum sam­an. 

Michael Wirth.
Michael Wirth. AFP

Maloney sagði við Dar­ren Woods, for­stjóra Exxon, að hún hefði orðið fyr­ir von­brigðum með hans mál­flutn­ing við þing­haldið. Hún benti hon­um á að árið 1994 hefðu yf­ir­menn tób­aks­fyr­ir­tækja logið að Banda­ríkjaþingi og í fram­hald­inu fengið að gjalda fyr­ir það. 

„Ég var að vona að þú mynd­ir ekki vera eins og tób­aksiðnaður­inn og segja ósatt um þetta,“ sagði hún. 

Woods hélt uppi vörn­um fyr­ir fyr­ir­tækið og sagði að skila­boð Exxon og rann­sókn­ir hefðu verið í takti við al­menna þekk­ingu manna á lofts­lags­mál­um. 

mbl.is