Tónlistarkonan Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Saga B, er á lausu. Þessu greinir hún frá í story á Instagram.
Saga virðist hafa fengið spurningu á Instagram þar sem innt var eftir því hvort hún væri einhleyp. Saga svaraði því heiðarlega og skrifaði: „Enginn kærasti, var að deita fyrir stuttu samt“.
Saga hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum undanfarin ár en hún er með tæplega 16 þúsund fylgjendur á Instagram. Þá hefur hún einnig lagt hart að sér í tónlistinni og gefið út nokkur lög. Ef Instagram-síðu hennar er að marka gefur hún frá sér nýjan smell í nóvember næstkomandi.