Samherji og ÚA greiddu 110 milljónir í hafnargjöld

Skipverjar á Björgu EA-7 í Akureyrarhöfn. Hafnargjöld skipa Samherja og …
Skipverjar á Björgu EA-7 í Akureyrarhöfn. Hafnargjöld skipa Samherja og ÚA námu 16,7% af tekjum Hafnarsamlags Norðurlands í fyrra. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sam­herji og Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga (ÚA), dótt­ur­fé­lag Sam­herja, greiddu alls 110,7 millj­ón­ir króna í hafn­ar­gjöld til Hafn­ar­sam­lags Norður­lands og Dal­vík­ur­hafna eða 23% af greidd­um hafn­ar­gjöld­um.

Skip­um og bát­um er skylt að greiða fyr­ir þjón­ustu hafna og felst í því lest­ar- og bryggju­gjöld, mót­taka og vigt­un á sjáv­ar­afla. Tog­ar­ar Sam­herja og ÚA að mestu á Ak­ur­eyri og á Dal­vík en þar eru fisk­vinnsl­ur fé­lag­anna staðsett­ar.

Í fyrra greiddi Sam­herji 64,9 millj­ón­ir í hafn­ar­gjöld til Hafn­ar­sam­lags Norður­lands, að því er fram kem­ur í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Það ger­ir um 16,7% af heild­ar­tekj­um Hafn­ar­sam­lags­ins sem námu 388 millj­ón­um árið 2020. Hafna­sam­lag Norður­lands rek­ur hafn­irn­ar á Ak­ur­eyri, Gríms­ey, Hrís­ey, Hjalteyri, Sval­b­arðseyri og Greni­vík.

„Sem bet­ur fer erum við ekki með öll egg­in í sömu körf­unni. Skemmti­ferðaskip­in hafa skipt okk­ur miklu máli en tekj­ur vegna þeirra brustu al­gjör­lega í fyrra vegna heims­far­ald­urs­ins. Góðu heilli tókst Sam­herja og ÚA að gera út flot­ann í far­aldr­in­um og gátu séð fisk­vinnslu­hús­un­um fyr­ir hrá­efni. Ef það hefði ekki gengið upp, hefðu tekj­ur okk­ar dreg­ist enn frek­ar sam­an með til­heyr­andi af­leiðing­um,“ er haft eft­ir Pétri Ólafs­syni hafn­ar­stjóra í færsl­unni.

Tæp 50% í Dal­vík

Sam­an­lagt greiddi Sam­herji og ÚA 45,8 millj­ón­ir króna í hafn­ar­gjöld til Dal­vík­ur­hafna eða 49,9% af heild­ar­tekj­um hafn­ar­inn­ar sem námu 91,7 millj­ón­um á síðasta ári.

„Þess­ar töl­ur und­ir­strika með áber­andi hætti mik­il­vægi Sam­herja í sveit­ar­fé­lag­inu. Höfn­in er á marg­an hátt okk­ar lífæð og þar vega tekj­ur vegna starf­semi Sam­herja þungt í allri tekju­öfl­un,“ seg­ir Katrín Sig­ur­jóns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri og hafn­ar­stjóri í Dal­vík­ur­byggð.

Helmingur af tejum Dalvíkurhafnar má rekja til samstæðunnar.
Helm­ing­ur af tej­um Dal­vík­ur­hafn­ar má rekja til sam­stæðunn­ar. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son
mbl.is