Sjósettu nýjasta bát Raufarhafnar

Háey í Reykjavíkurhöfn í morgun. Báturinn var sjósettur í gær.
Háey í Reykjavíkurhöfn í morgun. Báturinn var sjósettur í gær. mbl.is/sisi

Ný­smíði GPG Sea­food ehf. var sjó­sett í gær. Bát­ur­inn, sem er 30 brútt­ót­onn, ber nafnið Háey I og verður heima­höfn henn­ar á Raufar­höfn en þaðan hef­ur GPG gert út línu- og neta­bát­inn Háey II ÞH-275.

Háey I kem­ur í stað Lágeyj­ar sem strandaði í Þistil­f­irði í lok nóv­em­ber 2019. Vík­ing­bát­ar hafa ann­ast smíði plast­báts­ins og er hann 13,25 metr­ar að lengd, 5,5 metr­ar að breidd.

Sjó­setn­ing­in gekk vel ef marka má mynd­band sem GPG hef­ur birt á Face­book-síðu sinni. Borið hef­ur á að plast­bát­ar hafa orðið stærri með tím­an­um og veita mun betri aðstöðu fyr­ir áhöfn.

mbl.is