Telur Ísland geta verið fyrirmynd í loftslagsmálum

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég held að ráðstefn­an verði kær­komið tæki­færi fyr­ir þjóðir heims að láta til sín taka og skýra frá því hvernig sé hægt að ná ár­angri,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, í sam­tali við mbl.is en hann og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fara á lofts­lags­ráðstefn­u Sam­einuðu þjóðanna (COP26) sem hefst form­lega í Glasgow á mánu­dag.

Um 100 leiðtog­ar heims munu koma sam­an á ráðstefn­unni en þetta er í 26. sinn sem Sam­einuðu þjóðirn­ar halda slíka lofts­lags­ráðstefnu.

Sig­urður Ingi seg­ir að Ísland geti verið fyr­ir­mynd fyr­ir mörg önn­ur ríki þegar kem­ur að lofts­lags­mál­um og nefn­ir sér­stak­lega hversu hátt hlut­fall orku hér­lend­is er end­ur­nýj­an­leg. „Ég heyri það í aðdrag­anda þess­ar­ar ráðstefnu að það er þannig fjallað um Ísland í fjöl­miðlum.“

Hann seg­ist vera vongóður um að ráðstefn­an muni leiða til góðs. „Ég held að það skilji það all­ir að menn þurfi að fara, meðal ann­ars að fyr­ir­mynd okk­ar, að efla sig hvað varðar end­ur­nýj­an­lega orku, hætta að brenna kol­um og fara í þessi orku­skipti eins og við erum að gera að full­um krafti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina