Var talin óæt og sögð hverfa við suðu

Blágóma
Blágóma Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Ekki er óal­gengt að ýms­ar teg­und­ir fá­ist sem meðafli á miðunum og er blágóma ein þeirra. Fisk­ur­inn, sem er stein­bít­s­teg­und, þykir ekki endi­lega fag­ur en er ágæt­ur mat­fisk­ur þótt lít­il hefð sé fyr­ir því að nýta hann hér á landi.

Lengi hentu sjó­menn blágóm­unni þar sem hún var tal­in óæt. Auk þess hef­ur því verið haldið fram að fisk­ur­inn hyrfi við suðu, en at­hug­un sem fram­kvæmd var við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri 2013 sýndi að blágóma rýrn­ar um 30% við eld­un og er ekki ólík hlýra á bragðið.

Blágóm­an er sögð sér­kenni­leg fyr­ir þær sak­ir að hafa breitt enni, stór­an haus og frek­ar lít­inn munn sem er aðeins á ská, en í hon­um eru litl­ar odd­hvass­ar tenn­ur. Fisk­ur­inn er sótrauður, dökkrauðblár eða blágræn­leit á lit, laus­holda og kvap­mik­il.

Með svart­fugl í maga

Stærsta blágóma sem veiðst hef­ur á Íslands­miðum var 126 sentí­metr­ar og herma sum­ar heim­ild­ir að sést hafi blágóma allt að 180 sentí­metr­ar að lengd, að því er seg­ir á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Blágómu þrífst í köld­um sjó og eru heima­kynni henn­ar Norður-Atlants­haf og í Norður-Íshaf.

Við Íslands­strend­ur er fisk­ur­inn allt í kring­um landið en al­geng­ara er að finna hann í köld­um sjó norðvest­an-, norðan-, norðaust­an- og aust­an­lands en sunn­an­lands. Blágóm­an held­ur sig á 60 niður á rúm­lega 1.200 metra dýpi og oft­ar uppi í sjó en við botn.

Fæða blágóm­unn­ar er slöngu­stjörn­ur, skráp­dýr, hvelj­ur og fisk­ar. Jafn­framt hafa leif­ar svart­fugls fund­ist í maga blágómu við Ísland.

Blágóma þótti lengi ekki hentug til manneldis.
Blágóma þótti lengi ekki hent­ug til mann­eld­is. Ljós­mynd/​Hav­stov­an

Arn­ar með mesta afla

Það sem af er ári hef­ur hef­ur 73,6 tonn­um af blágómu verið landað hér á landi, að því er fram kem­ur í gögn­um Fiski­stofu. Sex skip hafa landað yfir tonni og er Arn­ar HU með mest eða 22,8 tonn. Þá hef­ur Guðmund­ur í Nesi RE komið til hafn­ar með 15,2 tonn, Vigri RE landað 13,5 tonn­um, Örfiris­ey RE landað 12,3 tonn­um, Blæng­ur NK 6,8 tonn­um og Björg­úlf­ur EA 1,1 tonni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: