Á sömu kennitölu frá upphafi

Starfsmenn hafa þjónustað sjávarútveginn í fjóra áratugi.
Starfsmenn hafa þjónustað sjávarútveginn í fjóra áratugi. Ljósmynd/Aðsend

Árið 1981 sam­einuðust véla­verk­stæðin Magni og Völ­und­ur og Raf­tækja­verk­stæðið Geisli og úr varð Skipa­lyft­an ehf. Fyr­ir­tækið hef­ur séð mikl­ar breyt­ing­ar á und­an­förn­um 40 árum og hef­ur þurft að aðlag­ast breytt­um aðstæðum. Nú er stefn­an sett á þurrkví.

„Ég byrjaði að vinna í Magna 1969, fór þaðan yfir í Krók, aft­ur í Magna og þaðan inn í Skipa­lyftu,“ seg­ir Stefán Örn Jóns­son fram­kvæmda­stjóri um starfs­fer­il­inn. Krók­ur var plötu­verk­stæði í eigu Magna. Þar réð hús­um Jón Þorgils­son, faðir Stef­áns sem fetaði í fót­spor föður síns sem var einn af stofn­end­um Skipa­lyft­unn­ar 1981.

Stefán tók sveins­próf í ketil- og plötu­smíði 1973 og árið 1986 verður hann flokks­stjóri. „Þegar pabbi deyr 1988 var ég orðinn hans hægri hönd og tók við starfi hans sem verk­stjóri. Síðar eignaðist ég hlut móður minn­ar. Ég hef verið óbreytt­ur starfsmaður, flokks­stjóri, verk­stjóri, yf­ir­verk­stjóri og fram­kvæmda­stjóri og einn af aðal­eig­end­um,“ bæt­ir Stefán við.

Starfsfólk Skipalyftunnar í Vestmannaeyjum fagnaði 40 ára afmæli fyrirtækisins á …
Starfs­fólk Skipa­lyft­unn­ar í Vest­manna­eyj­um fagnaði 40 ára af­mæli fyr­ir­tæk­is­ins á dög­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Mikð var um breyt­ing­ar á skip­um á ní­unda ára­tugn­um og þar lét Skipa­lyft­an til sín taka. „Við lengd­um mörg skip, byggðum yfir þau og sett­um á nýj­ar brýr, auk þess að smíða Lóðsinn. Upp­töku­mann­virk­in og fyr­ir­tækið sönnuðu sig á þess­um árum. Voru allt upp í 80 skip og bát­ar tek­in upp á ári og flest­ir voru starfs­menn 106.“

Með stærri skip­um minnkuðu mögu­leik­ar Skipa­lyft­unn­ar. „Það var þó nóg að gera en svo fór að borga sig fyr­ir út­gerðina að fara til út­landa með skip­in í breyt­ing­ar. Við löguðum okk­ur að breytt­um aðstæðum og skil­grein­um okk­ur sem al­mennt þjón­ustu­fyr­ir­tæki við flot­ann og fyr­ir­tæki í landi. Starfs­menn­irn­ir hafa tekið þátt í þessu með okk­ur og tak­ast á við hin ólík­ustu verk­efni. Það hef­ur hjálpað okk­ur mikið. Hér eru fyr­ir­tæki sem líka þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn en á ann­an hátt.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Upp­töku­mann­virk­in geta í dag aðeins tekið upp fá skip í Eyja­flot­an­um. Stefán seg­ir nýja tíma kalla á nýj­ar áhersl­ur og horfa Skipa­lyft­u­menn til þurrkví­ar. „Við höf­um kynnt þessa hug­mynd okk­ar og alls staðar fengið já­kvæð viðbrögð. Ætlum við að þjón­usta þessi stóru og mynd­ar­legu fiski­skip sem við eig­um í dag er þurrkví það eina sem kem­ur til greina. Það verður ekki í dag eða á morg­un en þurrkví er framtíðin. Með aðkomu margra er þetta mögu­legt og að því mun­um við stefna. Og all­ir njóta góðs af,“ seg­ir Stefán sem er nokkuð sátt­ur þegar hann lít­ur til baka.

„Auðvitað hef­ur verið tröppu­gang­ur í rekstr­in­um en við erum enn á upp­haf­legu kenni­töl­unni. Við skipt­um máli fyr­ir Vest­manna­eyj­ar sem 40 manna vinnustaður. Tök­um nema á samn­ing og höf­um lagt okk­ur fram um að taka nem­end­ur í vél­stjórn á samn­ing í vél­virkj­un. Það flýt­ir fyr­ir þeim að fá rétt­indi og við fáum öfl­uga starfs­menn.“

Þykir vænt um fyr­ir­tækið og vill sjá það dafna

„Ég byrjaði í Magna 1977 og fer yfir í Skipa­lyft­una þegar hún er stofnuð þannig að ég þekki rekst­ur­inn nokkuð vel. Mér hef­ur aldrei leiðst og þetta eru fín­ir karl­ar og líka kon­ur sem hafa unnið hérna. Ætli það séu ekki að verða um 1.000 manns sem hafa starfað hérna frá byrj­un,“ seg­ir Anna Sigrid Karls­dótt­ir, fjár­mála­stjóri Skipa­lyft­unn­ar, sem sér um bók­hald, laun og reikn­inga.

Anna seg­ir góðan anda ríkja á vinnustaðnum sem er stór og hún hef­ur kynnst mörgu góðu fólki sem hef­ur unnið hjá Skipa­lyft­unni um lengri eða skemmri tíma. „Það hef­ur verið nóg að gera og ekki síst þegar mest var að gera í að mála skip. Þá voru hjá okk­ur marg­ir krakk­ar, bæði strák­ar og stelp­ur, á sumr­in og mik­il vinna, hálf­gerð vertíðarstemn­ing.“

Stefán Jónsson framkvæmdastjóri, Anna Sigrid fjármálastjóri og Hlynur Richardsson lagerstjóri …
Stefán Jóns­son fram­kvæmda­stjóri, Anna Sigrid fjár­mála­stjóri og Hlyn­ur Rich­ards­son lag­er­stjóri hafa unnið hjá Skipa­lyft­unni frá upp­hafi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mik­ill fjöldi og hress­ir krakk­ar sem hafa starfað hjá okk­ur. Sum­ir héldu áfram hjá okk­ur og lærðu iðnina. Mér finnst ég eiga heil­mikið í þeim og þykir vænt um þau,“ seg­ir Anna Sigrid, sem var á fullu að und­ir­búa kaffi­veislu sem hald­in var á dög­un­um.

„Við erum að fagna því að vera eitt af framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um Íslands að mati Cred­it­in­fo. Þetta er átt­unda árið í röð, sem er mik­il viður­kenn­ing fyr­ir okk­ur. Auðvitað hef­ur stund­um verið erfitt en með sam­stilltu átaki allra hef­ur okk­ur tek­ist að kom­ast í gegn­um þetta. Það er eins hjá okk­ur og öðrum fyr­ir­tækj­um að það er starfs­fólkið sem ger­ir gæfumun­inn og við höf­um verið ein­stak­lega hepp­in í gegn­um tíðina með starfs­fólk,“ seg­ir Anna Sigrid og bæt­ir við:

„Mér þykir vænt um fyr­ir­tækið og vil sjá það þró­ast og vænkast. Þetta er svona eins og með börn­in, maður vill veg þeirra sem mest­an. Fyr­ir­tækið gengi ekki svona vel nema fyr­ir það að hér er gott starfs­fólk og við erum með mjög góða stráka sem marg­ir hafa starfað hjá okk­ur til fjölda ára og and­inn hér er góður.“

Starf­semi í 40 ár

Breytt­ir tím­ar og ný tækni í fisk­veiðum og land­vinnslu voru kveikj­an að því að tvö gam­al­gró­in véla­verk­stæði, Magni og Völ­und­ur og Raf­tækja­verk­stæðið Geisli, stofnuðu Skipa­lyft­una ehf. í Vest­manna­eyj­um árið 1981. Árið eft­ir hófst starf­sem­in í nýju hús­næði við hlið skipa­lyftu sem Vest­manna­eyja­bær setti upp. Fyr­ir­tækið fagn­ar 40 ára af­mæli hinn 14. nóv­em­ber nk.

Verk­efn­in voru næg enda Eyja­flot­inn stór og mik­ill mun­ur fyr­ir út­gerðar­menn að þurfa ekki að sækja annað með viðhald, viðgerðir og breyt­ing­ar. Árið 1998 smíðaði Skipa­lyft­an Lóðsinn lóðs- og hafn­ar­bát fyr­ir Vest­manna­eyja­höfn sem hef­ur reynst vel í alla staði.

Rekst­ur­inn ræðst af gengi í sjáv­ar­út­vegi. Var bann við loðnu­veiðum 2019 og 2020 mikið högg fyr­ir Vest­manna­eyj­ar sem hafa yfir að ráða um 32% afla­heim­ilda í loðnu. Færri og stærri skip hafa breytt rekstr­in­um en líka skapað tæki­færi. Dæmi um það eru fjór­ir 500 rúm­metra hrá­efn­istank­ar fyr­ir Ísfé­lagið sem fyr­ir­tækið lét smíða í sam­vinnu við Eyja­blikk í Vest­manna­eyj­um. Tryggja þeir gæði og fersk­leika hrá­efn­is og flýta lönd­un upp­sjáv­ar­fisks sem kem­ur sér vel, ekki síst þegar vinnsla á loðnu­hrogn­um stend­ur sem hæst.

Stofnendur Skipalyftunnar: Gunnlaugur Axelsson, Tryggvi Jónsson, Pétur Andersen, Kristján Ólafsson, …
Stofn­end­ur Skipa­lyft­unn­ar: Gunn­laug­ur Ax­els­son, Tryggvi Jóns­son, Pét­ur And­er­sen, Kristján Ólafs­son, Þór­ar­inn Sig­urðsson, Tryggvi Jónas­son, Jón Yngvi Þorgils­son, Njáll And­er­sen, Er­lend­ur Eyj­ólfs­son og Friðþór Guðlaugs­son. Ljós­mynd/​Viðar Stef­áns­son

Starf­sem­in er í 1.600 fer­metra húsi auk tveggja nýrra húsa upp á sam­tals 1.400 fm. Er glæsi­legt véla­verk­stæði í öðru þeirra. Fjár­fest­ing­ar sem sýna trú eig­enda á framtíð fé­lags­ins.

Í dag er Skipa­lyft­an fyrst og fremst plötu­smiðja, véla- og renni­verk­stæði og þjón­ust­ar skip sem tek­in eru upp í lyft­una. Er með lag­er og glæsi­lega versl­un með miklu úr­vali af vör­um tengd­um málmiðnaði, sjó­sókn og veiðum. Starfa um 40 manns hjá Skipa­lyft­unni, þar af þrjú frá stofn­un fé­lags­ins, Anna Sigrid Karls­dótt­ir fjár­mála­stjóri, Hlyn­ur Rich­ards­son verk­stjóri og Stefán Örn Jóns­son fram­kvæmda­stjóri. Þegar mest var störfuðu um og yfir 100 starfs­menn hjá Skipa­lyft­unni og þurfti m.a. að flytja inn er­lent vinnu­afl til að hafa und­an. Var Skipa­lyft­an eitt fyrstu fyr­ir­tækja lands­ins til að ráða til sín pólska starfs­menn. Í dag búa og starfa þúsund­ir Pól­verja á Íslandi við góðan orðstír.

Rekst­ur­inn hef­ur gengið vel og hef­ur fyr­ir­tækið hlotið viður­kenn­ingu Cred­it­In­fo sem eitt af fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tækj­um Íslands ár­lega síðan 2014.

Það sem skilað hef­ur góðum rekstri Skipa­lyft­unn­ar er fyrst og síðast frá­bært starfs­fólk sem margt hef­ur haldið tryggð við fé­lagið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: