„Allir verða að vera sammála“

Aðeins ein jörð.
Aðeins ein jörð. AFP

Ísland mun leggja áherslu á að hvetja önn­ur ríki til að skila inn hert­um mark­miðum varðandi Par­ís­ar­sam­komu­lagið sem og hvetja þau til að lög­festa kol­efn­is­hlut­leysi á lofts­lags­fund­i Sam­einuðu þjóðanna, COP26, sem hefst á morg­un.

Þetta seg­ir Helga Barðadótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands gagn­vart Lofts­lags­samn­ingn­um og starfsmaður um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, í sam­tali við mbl.is.

Lofts­lags­fund­ur Sam­einuðu þjóðanna, COP26, hefst á morgun.
Lofts­lags­fund­ur Sam­einuðu þjóðanna, COP26, hefst á morg­un. AFP

Fáir lög­fest mark­mið um kol­efn­is­hlut­leysi

„Ísland hef­ur verið að leggja áherslu á að hvetja önn­ur ríki til að skila inn hert­um mark­miðum, eins og við gerðum fyrr á þessu ári. Í vik­unni skiluðum við inn okk­ar stefnu um kol­efn­is­hlut­leysi en það er ekki skylda að gera það en þó var mælst til að rík­in skiluðu inn slíkri stefnu. Við erum í hópi fárra ríkja sem að hafa lög­fest mark­mið um kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir 2040 en flest­ir eru að horfa til 2050.“

Þá seg­ir Helga að um­hverf­is­ráðherra muni leggja áherslu á að tala um stjórn­un sjáv­ar og mik­il­vægi land­notk­un­ar sem aðgerð í loft­lags­mál­um. 

Bjart­sýn á að sam­komu­lag ná­ist

Helga seg­ir mik­il­vægt að menn nái sam­an um regl­ur um markað viðskipta með kol­efnisein­ing­ar, en málið er um­deilt. 

Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu er stödd á loftslagsráðstefnu Sameinuðu …
Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu er stödd á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það eru all­ir að leggja áherslu á að herða mark­miðin þannig að það er hægt að halda lífi í mark­miðinu um að hlýn­un jarðar verði ekki meiri en ein og hálf gráða. Það er svona yf­ir­mark­miðið en vinn­an sem fer fram á fund­in­um snýst um að klára að út­færa reglu­bók Par­ís­ar­samn­ings­ins.

Enn standa út af mál sem varða skýrslu- og upp­lýs­inga­gjöf um loft­lags­bók­hald og einnig regl­ur um markað viðskipta með kol­efnisein­ing­ar, en það er mjög stórt mál og hef­ur mikið verið í deigl­unni. Það er ekk­ert sam­komu­lag nema all­ir séu sam­mála. Það er eng­in meiri­hluta­ákvörðun, all­ir verða að vera sam­mála.“

Helga seg­ist finna fyr­ir því að fólk vilji að sam­komu­lag ná­ist og er því bjart­sýn. „Það tala all­ir þannig að menn vilji ná ár­angri þannig að ég vona bara að það verði raun­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina