Getur reynt á huglægt mat þingmanna

Frá fyrsta fundi undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis.
Frá fyrsta fundi undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Trausti Fann­ar Vals­son, for­seti laga­deild­ar Há­skóla Íslands, seg­ir að þegar Alþingi mun taka ákvörðun í kjöl­far rann­sókn­ar á kjör­bréf­um verða þar hugs­an­lega atriði „sem eru orð á móti orði“.

„Al­menn skyn­semi verður að ráða niður­stöðunni,“ sagði Trausti Fann­ar í sam­tali við Sprengisand á Bylgj­unni, og nefndi sem dæmi að á ein­hverj­um tíma­punkti í dóms­mál­um sé það sönn­un­ar­mat dóm­ar­ans sem ráði.

Hann sagði gríðarlega mik­il­vægt að þingið minnki sviðið sem þarf að leysa úr með hug­lægu sönn­un­ar­mati. „En á það get­ur reynt að lok­um.“

Spurður hvort best væri að kjósa aft­ur eða að samþykkja kosn­ingu sem menn séu ekki 100% viss­ir um að hafi verið rétt, sagði Trausti það velta á vænt­an­legri grein­ar­gerð und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa.  

Hann benti á dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu varðandi mat á kosn­ing­um. Þar fer það eft­ir því hversu mik­ill ann­mark­inn er og hvað hef­ur verið leitt í ljós um hann, hvort ráðast skal í end­ur­kosn­ing­ar. „Hann hef­ur sagt að menn fari ekki í end­ur­kosn­ing­ar og ógildi ekki at­kvæði nema það sanni að það hafi verið leitt í ljós um galla,“ sagði Trausti en nefndi einnig að dóm­stól­inn hafi talað um mik­il­vægi þess að geta kosið aft­ur.

mbl.is