Með augastað á tækifærunum í Rússlandi

Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Nautic, segir margt frábrugðið í hönnun og …
Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Nautic, segir margt frábrugðið í hönnun og smíði skipa í Rússlandi. Ljósmynd/Nautic

Skipa­hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Nautic hef­ur gert víðtæka samn­inga í Rússlandi og er eina vest­ræna hönn­un­ar­fyr­ir­tækið sem hef­ur ákveðið að koma þar upp dótt­ur­fé­lagi. Í kjöl­farið hef­ur rekst­ur­inn þró­ast og býður fyr­ir­tækið nú heild­stæðar lausn­ir með hönn­un sem nær yfir allt frá skrokki yfir í minnstu atriði svo sem inn­rétt­ing­ar og lita­val.

„Þetta er svo­lítið æv­in­týri að hafa stokkið sex­tug­ur með báða fæt­ur inn í Rúss­land og setja alla af­komu af þessu verk­efni inn í upp­bygg­ingu þar,“ seg­ir Al­freð Tul­inius, stjórn­ar­formaður Nautic.

Perustefni skipanna hefur vakið töluverða athygli.
Peru­stefni skip­anna hef­ur vakið tölu­verða at­hygli. Mynd/​Nautic

Stærsta út­gerðin

Það vakti at­hygli víða er frétt­ir bár­ust af því að eitt stærsta út­gerðarfé­lag Rúss­lands, Nor­e­bo Group, hefði ákveðið að láta smíða sex tog­ara eft­ir hönn­un Nautic. Skip­in eru öll með auðþekkj­an­legt enduro-bow-peru­stefni og eru 81 metra löng og 16 metra breið. Óhætt er að segja að Nor­e­bo hafi verið sátt með skip­in og ákvað rúss­neska út­gerðin að láta smíða fjög­ur svipuð skip til viðbót­ar. Smíði tí­unda Nor­e­bo-tog­ar­ans hófst á síðari helm­ingi þessa árs í Norðlægu skipa­smíðastöðinni (r. Severnaya Verf) í Sankti Pét­urs­borg í Rússlandi.

„Það vildi þannig til að við gerðum til­lögu að tog­ara fyr­ir Nor­e­bo, sem er stærsta út­gerðarfyr­ir­tækið í Rússlandi með afla­heim­ild­ir sem nema ís­lensku afla­heim­ild­un­um. Þetta er sería upp á tíu tog­ara og sex af þeim verða í rekstri í Múrm­ansk en fjór­ir verða gerðir út frá Petropa­vlovsk á Kams­jatska-skaga,“ svar­ar Al­freð Tul­inius, stjórn­ar­formaður Nautic, spurður um verk­efnið.

„Mun­ur er á milli þess­ara skipa en það sem er kannski mik­il­vægt fyr­ir okk­ur er að þegar við feng­um þenn­an samn­ing vild­um við ekki gera eins og sam­keppn­isaðilar okk­ar í Nor­egi; hanna út frá sín­um for­send­um og kveðja svo, held­ur ákváðum við að byggja upp fyr­ir­tæki í Rússlandi og flytja inn okk­ar þekk­ingu og reynslu. Við stofnuðum Nautic RUS sem er hand­hafi þess­ara samn­inga, í gegn­um það gerðum við samn­inga bæði við skipa­smíðastöðina og eig­anda tog­ar­anna,“ út­skýr­ir hann.

Tekj­ur sem Nautic fékk vegna smíði tog­ar­anna voru nýtt­ar til að byggja upp rekst­ur­inn í Rússlandi, að sögn Al­freðs, og starfa hjá Nautic RUS nú 57 rúss­nesk­ir verk­fræðing­ar. „Ég hef þurft að vera svo mikið þarna að ég þurfti að sækja um at­vinnu­leyfi og er ráðinn þangað sem sér­fræðing­ur,“ seg­ir Al­freð sem er eini er­lendi starfsmaður rúss­neska fyr­ir­tæk­is­ins.

Fólk gengur yfir ísilagða ána Neva í Sankti Pétursborg í …
Fólk geng­ur yfir ísilagða ána Neva í Sankti Pét­urs­borg í Rússlandi. AFP

Eina fyr­ir­tækið

Hann kveðst ekki geta upp­lýst hvert verðmæti samn­ing­anna sé en ein­stak­ling­ar sem þekkja til skipa­hönn­un­ar telja að Nautic kunni að hafa fengið um 10 millj­ón­ir evra í sinn hlut, jafn­v­irði 1,5 millj­arða ís­lenskra króna, fyr­ir þessa tíu tog­ara.

Rúss­nesk stjórn­völd hafa lagt mikla áherslu á að fiski­skipa­floti lands­ins verði nú­tíma­vædd­ur ásamt grein­inni í heild. Til að stuðla að þessu hef­ur verið reynt að skapa hag­stætt um­hverfi fyr­ir út­gerðarfyr­ir­tæki að fara í ný­smíði og hef­ur fjöldi skipa verið smíðaður.

Frystitogarinn Kapitan Sokolov í smíðum í skipasmíðastöðinni í Sankti Pétursborg.
Frysti­tog­ar­inn Kapitan So­kolov í smíðum í skipa­smíðastöðinni í Sankti Pét­urs­borg. Ljós­mynd/​Nautic

Hafa önn­ur vest­ræn fyr­ir­tæki komið sér fyr­ir í Rússlandi með sama hætti og Nautic?

„Nei. Við erum þeir einu sem höf­um ákveðið að fara af full­um krafti inn á Rúss­lands­markað og gera þetta í rúss­nesku fyr­ir­tæki og hampa þessu sem rúss­nesku fyr­ir­tæki,“ svar­ar Al­freð sem viður­kenn­ir að það hafi þurft kjark til að stíga skrefið til fulls. „Þetta er svo­lítið æv­in­týri að hafa stokkið sex­tug­ur með báða fæt­ur inn í Rúss­land og setja alla af­komu af þessu verk­efni inn í upp­bygg­ingu þar. Marg­ir hefðu ef­laust viljað taka af þessu rjómann og sitja síðan á feit­um sjóðum og njóta. Við vild­um gefa eitt­hvað af okk­ur inn í þetta sam­fé­lag sem er í svona mik­illi upp­bygg­ingu.“

Hann seg­ir þess­um áhersl­um Nautic mjög vel tekið í Rússlandi og Rúss­ar haldi ekki aft­ur af sér er þeir hæla því að Íslend­ing­ar hafi sýnt vilja til að fara í þessi verk­efni und­ir merkj­um rúss­nesks fyr­ir­tæk­is.

Annað ferli

Al­freð seg­ir stuðst við aðra aðferðafræði þegar kem­ur að skipa­hönn­un í Rússlandi en tíðkast á Vest­ur­lönd­um. „Teikn­inga­ferlið í Rússlandi er tölu­vert öðru­vísi en við erum van­ir frá vest­ræn­um heimi. Við byrj­um að gera kon­septteikn­ing­ar af skip­inu, sem er þá fyr­ir­komu­lag og ýms­ar grunn­teikn­ing­ar og mynd­ræn fram­setn­ing á skip­inu, auk þess að gera áætlan­ir um all­ar helstu stærðir svo sem burðargetu og fleira.“

Næst hefst gerð flokk­un­ar­fé­lag­steikn­inga og verður hönn­un­in að taka mið af regl­um RMRS (Russi­an Ma­ritime Reg­ister of Shipp­ing), að sögn Al­freðs sem bæt­ir við að Russi­an Ma­ritime sé eins og hvert annað flokk­un­ar­fé­lag og er aðili að alþjóðleg­um sam­tök­um flokk­un­ar­fé­laga.

Í Rússlandi er krafa um að skipa­smíðastöð séu af­hent­ar vinnu­teikn­ing­ar og þarf því að skila mjög um­fangs­mikl­um teikn­ing­um þar sem teiknuð eru upp jafn­vel smæstu atriði. Nautic RUS sinn­ir þessu og eru all­ar flokk­un­ar­fé­lags- og vinnu­teikn­ing­ar því á einni hendi. Al­freð seg­ir að með þessu sé verið að af­henda al­hliða leiðbein­ing­ar um smíði skips­ins. „Það er nán­ast verið að láta skipa­smíðastöðina hafa IKEA-bæk­ling.“

Mikið er lagt upp úr hönnuninni í öllum rýmum skipanna …
Mikið er lagt upp úr hönn­un­inni í öll­um rým­um skip­anna og er vinnuaðstaða vél­stjóra þar eng­in und­an­tekn­ing. Ljós­mynd/​Nautic

Kem­ur í veg fyr­ir árekstra

Mik­ill kost­ur er að hafa alla hönn­un á ein­um stað, full­yrðir Al­freð sem seg­ir áber­andi hvernig aukið flækj­u­stig hafi áhrif á smíði og gæði skipa. „Menn hafa hannað grunn­teikn­ing­arn­ar og af­hent stöð sem er ekki vön að gera fiski­skip sem síðan læt­ur vinnu­teikn­ing­arn­ar í hend­urn­ar á fyr­ir­tæki sem veit ekk­ert hvað það er að hanna. Jafn­vel sett stál­vinnu­teikn­ing­ar í hend­ur eins aðila, rör í annað fyr­ir­tæki, raf­magnið í þriðja og inn­rétt­ing­ar í það fjórða. Þetta veld­ur því að hönn­un­in verður ekki heild­stæð.“

Hönn­un sem er ekki heild­stæð veld­ur árekstr­um, til að mynda í sam­bandi við fyr­ir­komu­lag röra- og raflagna­teikn­inga. Slík­ir árekstr­ar geta hæg­lega tafið smíði skips með til­heyr­andi kostnaði. „Það þarf að deila pláss­inu mjög vel í fiski­skip­um,“ út­skýr­ir Al­freð. Nautic býr hins veg­ar svo vel að hafa alla þætti í einu kerfi. „Um leið og við erum búin að hanna eitt­hvað för­um við að birta alla heild­ar­mynd­ina og get­um þá lagað með til­liti til plássnýt­ing­ar og get­um hliðrað ein­hverju til ef þörf er á því.“

Klefar sjómanna um borð í skipum sem Nautic hannar eru …
Klef­ar sjó­manna um borð í skip­um sem Nautic hann­ar eru stíl­hrein­ir og fal­leg­ir. Ljós­mynd/​Nautic

Í ljósi þessa hef­ur fyr­ir­tækið lagt áherslu á að veita heild­arþjón­ustu og heild­ar­ráðgjöf í hönn­un fiski­skipa í Rússlandi, en til þess hef­ur þurft að ráða til starfa fjölda verk­fræðinga með alla þá sérþekk­ingu sem hönn­un nú­tíma­legra hágæðaskipa krefst. „Við erum með 57 vel menntaða verk­fræðinga. Allt frá hefðbundn­um skipa­verk­fræðing­um til verk­fræðinga í stálstrúkt­úr og sér­fræðinga í und­ir­stöðum fyr­ir búnað. Við erum með fólk í röra­kerf­um, raf­magni, loftræsti­kerf­um og véla­verk­fræðinga.“

Ákveðið var að fara enn lengra í samþætt­ingu hönn­un­ar og voru tveir inn­an­húss­arki­tekt­ar ráðnir í fullt starf. Sjá þeir um hönn­un inn­rétt­inga skips­ins og fylg­ir því meðal ann­ars efn­is- og lita­val.

Hugað er að hönnun allra þátta.
Hugað er að hönn­un allra þátta. Ljós­mynd/​Nautic

Tryggja eig­in­leika skips­ins

Al­freð seg­ir grund­vall­ar­atriði að tryggja að skipið hafi þá eig­in­leika sem gert var ráð fyr­ir þegar það var hannað og er hægt með þrívídd­ar­hönn­un að af­henda skipa­smíðastöð öll skurðar­plön og all­ar aðrar upp­lýs­ing­ar sem þarf til að smíða skipið. Auk þess er stöðinni veitt tækni­leg aðstoð og hef­ur verið fjár­fest í fær­an­legu skrif­stofu­hús­næði fyr­ir sjö verk­fræðinga.

„Með þessu náum við að hafa stjórn á þyngd­arþróun skips­ins á smíðatím­an­um. Það er mjög mik­il­vægt því það er hægt að eyðileggja skip sem er með yfirþykkt­um í allskon­ar hlut­um. Það tek­ur enga stund að þyngja svona skip um ein­hver 200 tonn með ein­hverju rugli. Þá sekk­ur skipið bara dýpra í sjó­inn, en þú hef­ur gert ráð fyr­ir vissu frí­borði til að tak­ast á við þann afla og þær byrðar sem þú ætl­ar að setja á skipið.“

Þörf á þekk­ingu

Spurður hvort þessi al­hliða þjón­usta henti vel í Rússlandi svar­ar Al­freð því ját­andi enda hef­ur Nor­e­bo ákveðið að ganga til samn­inga við Nautic RUS um hönn­un fjög­urra línu­skipa, en þau verða 64 metr­ar að lengd og 14 metr­ar að breidd. „Þetta eru mjög full­kom­in línu­skip. Það er ým­is­legt nýtt sem við erum að gera í þess­ari hönn­un. Öðru­vísi fram­drifts­búnaður, öðru­vísi fyr­ir­komu­lag með los­un og lest­un og margt ný­tísku­legt í út­færsl­um þeirra. Svo eru þessi skip ný­tísku­leg í út­liti.

Í þessu verk­efni hef­ur skipa­smíðastöðin verið að fal­ast eft­ir því að við för­um jafn­vel enn þá lengra í af­hend­ingu á gögn­um og dýpra inn í þeirra fram­leiðslu­kerfi sem felst í að halda utan um samþætt­ingu upp­lýs­ingaflæðis, þannig að til sé einn miðlæg­ur gagna­grunn­ur þar sem eru upp­lýs­ing­ar um búnað og all­ar upp­færsl­ur á teikn­ing­um sem koma frá fram­leiðend­um.“

Ný er unnið að hönnun 64 metra línuskipum fyrir Norebo.
Ný er unnið að hönn­un 64 metra línu­skip­um fyr­ir Nor­e­bo. Mynd/​Nautic

Tölu­verð eft­ir­spurn er í Rússlandi eft­ir þekk­ingu í sam­bandi við hönn­un fiski­skipa og á sér eðli­lega skýr­ingu, að sögn Al­freðs. Á tím­um Sov­ét­ríkj­anna hafi smíði fiski­skipa verið fal­in skipa­smíðastöðvum í öðrum aust­antjalds­ríkj­um á borð við Pól­land, Úkraínu, Búlgaríu og Rúm­en­íu, en rúss­nesku stöðvarn­ar sinntu á þess­um tíma smíði her­skipa. Arf­leifð þess er meðal ann­ars að 96% skipa­smíðastöðva Rúss­lands eru í eigu rík­is­fyr­ir­tæk­is. „Stjórn­un­ar­hætt­irn­ir í þessu fyr­ir­tæki eru pínu sov­ésk­ir ennþá. Þetta litar alla aðferðafræði í skipa­smíðastöðinni sem manni finnst al­veg rosa­lega sein­virk og bjúró­kra­tísk; hluti sem manni finnst til­tölu­lega ein­fald­ir tekst að flækja.“

Mennt­un skipa­verk­fræðinga í Rússlandi er einnig ólík því sem geng­ur og ger­ist á Vest­ur­lönd­um og sést það fyrst og fremst í mik­illi sér­hæf­ingu þeirra, sem hef­ur þau áhrif að þeir hafa ekki jafn blandaða þekk­ingu. „Þegar við vor­um með sér­fræðing í rör­um þá var kannski einn sér­fræðing­ur í rör­um í vél­ar­rúmi og ann­ar sér­fræðing­ur í rör­um í dval­ar­rými, en rör­in eru al­veg eins óháð því hvað kem­ur út úr þeim eða fer inn í þau.“

Mik­il­vægt var því að skapa „brýr“ í fyr­ir­tæk­inu sem hjálpa starfs­fólk­inu að fara út fyr­ir þæg­ind­aramma sinn og upp­götva að það hafi þekk­ingu til að tak­ast á við fleiri verk­efni en sér­hæf­ing­in seg­ir til um, seg­ir Al­freð. „Þá fáum við miklu betri virkni á skrif­stof­unni.“

Ríkisháskólinn í Moskvu.
Rík­is­háskól­inn í Moskvu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Al­ex­and­er Smag­in

Til­rauna­stof­an Ísland

Al­freð tel­ur for­send­ur þess að hægt sé að sækja fram á er­lend­um mörkuðum vera að á Íslandi sé um­hverfi sem hvet­ur til ný­sköp­un­ar í sjáv­ar­út­vegi og er staðan mjög góð í þeim efn­um.

„Það eru svo stutt­ar boðleiðir til að fá upp­lýs­ing­ar bæði hjá þeim sem gera út skip­in og hjá fyr­ir­tækj­um sem eru að þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn. Ísland er eins og lít­il til­rauna­stofa og menn eru vilj­ug­ir til að prófa ým­is­legt.“ Þá hef­ur Nautic lagt kapp á að mæla með lausn­um annarra ís­lenskra fyr­ir­tækja, svo sem Naust Mar­ine og Frost, svo dæmi séu tek­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: