Öfgakennt veður nýr veruleiki

Skógareldar í Kaliforníu í ágúst.
Skógareldar í Kaliforníu í ágúst. AFP

Öfga­kennt veður líkt og mikl­ar hita­bylgj­ur og vatns­mik­il flóð eru nú nýr veru­leiki okk­ar, að sögn Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar (World Meteorological Org­an­isati­on, WMO). BBC grein­ir frá.

Í skýrslu WMO sem fjall­ar um ástand lofts­lags jarðar seg­ir að meðal­hita­stig yfir 20 ára tíma­bil sé nú í fyrsta sinn einni gráðu hærra á cel­síus en það var fyr­ir iðnbylt­ingu. Þá hef­ur yf­ir­borð sjáv­ar aldrei verið jafn hátt og það var í ár.

Skýrsl­an, sem er fyr­ir árið 2021, var gef­in út fyrr en vana­legt er sök­um lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu Þjóðanna (COP26) sem byrj­ar á morg­un í Glasgow.

Lík­lega heit­ustu ár sem hafa mælst

Í skýrsl­unni er meðal ann­ars fjallað um hita­stig, öfga­kennt veður, hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar og ástand sjáv­ar. Þar seg­ir að síðustu sjö ár að meðtöldu þessu ári séu lík­lega þau heit­ustu sem mælst hafa en gróður­húsaloft­teg­und­ir náðu met­styrk í and­rúms­loft­inu á tíma­bil­inu.

„Öfga­kennd­ir at­b­urðir eru nú hið nýja norm,“ sagði Petteri Taalas pró­fess­or hjá WMO.

Taalas út­listaði suma af þeim öfga­kennd­um at­b­urðum sem hafa átt sér stað í ár. Hann benti á að það rigndi í stað snjó­komu á ákveðnum hluta Græn­lands, hita­stig í Kan­ada náði næst­um því 50 gráðum cel­síus og hit­inn fór upp í 54,5 gráður í Kali­forn­íu. Þá rigndi á nokkr­um klukku­stund­um í Kína jafn mikið og vana­lega rign­ir á mánuði. Það voru einnig mik­il flóð í Evr­ópu og mikl­ir þurrk­ar í Suður-Am­er­íku.

Í skýrsl­unni seg­ir einnig að hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar valdi áhyggj­um.

Síðan hækk­un­in var fyrst mæld snemma á síðasta ára­tug síðustu ald­ar hækkaði yf­ir­borð sjáv­ar um 2,1 mm á ári á ár­un­um 1993 til 2002. En frá 2013 til 2021 hef­ur yf­ir­borðið hækkað um 4,4 mm á ári í kjöl­far bráðnun­ar jökla.

Gæti hrakið 630 millj­ón manns frá heim­il­um sín­um

„Ef við höld­um áfram á nú­ver­andi braut gæti yf­ir­borðið hækkað um 2 mm til viðbót­ar fyr­ir árið 2100 og hrakið um 630 millj­ón­ir manna frá heim­il­um sín­um. Af­leiðing­ar þess eru ólýs­an­leg­ar," sagði Pró­fess­or Jon­ath­an Bom­ber, for­stöðumaður Bristol Glaciology Center.

António Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, sagði bráðnandi jökla og stans­laus öfga­kennd veður leggja vist­kerfi og sam­fé­lög um all­an heim, „frá haf­dýpi til fjallstoppa,“ í rúst. 

„COP26 verður að marka tíma­mót fyr­ir fólk og jörðina,“ sagði Guter­res.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina