Fyrrverandi leikarahjónin Drew Barrymore og Tom Green komu nýlega saman í sjónvarpsþætti Barrymore eftir næstum því 20 ára aðskilnað. Stjörnurnar gengu í hjónaband árið 2001 en hjónabandið varði ekki lengi. Minningarnar um brúðkaupsferðina lifir þó enn.
„Manstu þegar við ferðuðumst um Írland saman,“ sagði Barrymore. Green sagði þau hafa farið í fjallgöngu. „Við gengum upp þetta hrikalega fjall í marga klukkutíma. Við vorum staðráðin í að komast á toppinn,“ sagði Barrymore en gangan var mjög erfið.
Green vildi meina að þau hefðu gengið upp tvö fjöll. Á göngunni var þoka og minntist Green þess að hafa séð kind sem þurfti að rýja. Barrymore sagði þá að þau hefðu líka séð lítinn kirkjugarð. Að lokum kom stormur og þau hlupu niður fjall og út í sjó.
Green sagði að ferðin hefði verið góð. Leikkonan tók undir og sagði að ferðin væri ein af hennar uppáhalds. Fyrrverandi eiginmaður hennar minnti hana þá á að þetta hefði verið brúðkaupsferðin þeirra.
Barrymore og Green gengu í hjónaband sumarið 2001 en ákváðu að skilja í desember sama ár. Skilnaðurinn tók gildi árið 2002.