„Stund sannleikans“ að renna upp

Boris Johnson (til hægri) í Róm ásamt Joe Biden Bandaríkjaforseta.
Boris Johnson (til hægri) í Róm ásamt Joe Biden Bandaríkjaforseta. AFP

Leiðtog­ar G20-ríkj­anna hitt­ast aft­ur í Róm í dag. Þar bein­ist at­hygl­in að því  hvort þeim tekst að ná taka bind­andi ákv­arðanir varðandi lofts­lags­vand­ann áður lofts­lags­ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna hefst Glasgow síðar í dag.

Næst­um 80% af út­blæstri kol­efna í heim­in­um kem­ur frá 20 helstu iðnríkj­um heims. Litið er á lof­orð um að grípa til aðgerða sem gott vega­nesti fyr­ir viðræðurn­ar í Skotlandi.

Í gær náðist sam­komu­lag í Róm um að leggja að minnsta kosti 15% skatt á hagnað alþjóðlegra stór­fyr­ir­tækja. Mark­miðið er að koma í veg fyr­ir að alþjóðleg stór­fyr­ir­tæki reyni að flytja hagnað til lág­skattalanda.

Sér­fræðing­ar segja að til að ná mark­miði um að hlýn­un jarðar auk­ist ekki um meira en 1,5 gráðu þurfi að draga úr út­blæstri á heimsvísu um næst­um helm­ing fyr­ir árið 2030.

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, lýsti Cop 26-ráðstefn­unni í Glasgow sem „stund sann­leik­ans“ fyr­ir mann­kynið.

„Spurn­ing­in sem all­ir spyrja sig að er hvort við gríp­um tæki­færið eða lát­um það renna okk­ur úr greip­um,“ sagði John­son við ITV.

„Ég vona að leiðtog­ar heims­ins hlusti á fólk og komi til Glasgow til­bún­ir með svör handa því og ákveðnar aðgerðir,“ bætti hann við.

„Sam­einuð get­um við markað upp­hafið af enda­lok­um lofts­lags­breyt­inga og binda enda á óviss­una í eitt skipti fyr­ir öll.“

mbl.is