Vonsvikinn vegna fjarveru Kínverja og Rússa

Joe Biden Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Róm í dag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Róm í dag. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti leyndi ekki von­brigðum sín­um vegna fjar­veru Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands, og Xi Yin­ping, for­seta Kína, á lofts­lags­ráðstefn­una COP26  sem nú fer fram í Glasgow en þjóðarleiðtog­arn­ir tveir eru þeir einu sem ekki mættu á ráðstefn­una í per­sónu.

Fjar­vera leiðtog­anna tveggja séu skýr skila­boð um hvernig lönd­in álíta skuld­bind­ing­ar sín­ar vegna lofts­lags­breyt­inga.

„Fólk hef­ur ástæðu til að vera von­svikið, ég varð sjálf­ur fyr­ir von­brigðum,“ sagði Biden á blaðamanna­fundi í Róm í dag. Mik­il og góð vinna hefði farið fram á ráðstefn­unni.

„Við gerðum hell­ing hérna,“ sagði Biden og bætti við að Banda­rík­in myndu „halda áfram að skerpa á því hvað Kína, Rúss­land og Sádí Ar­ab­ía væru ekki að gera“.

mbl.is