Dæla hausum og hryggjum í 300 metra lögnum

Hausarnir sem koma úr vinnslunni verða framvegis sendir í þurrkun …
Hausarnir sem koma úr vinnslunni verða framvegis sendir í þurrkun með dælu í gegnum 300 metra lagnakerfi. Ljósmynd/Samherji

Á hverju ári falla til um 6.500 tonn af fisk­haus­um og hryggj­um í fisk­vinnslu Sam­herja á Dal­vík. Í ár­araðir hef­ur þessu verið ekið á milli húsa og komið í þurrk­un, en sá tími er nú liðinn eft­ir að sett var upp 300 metra lagn­kerfi sem dæl­ir hliðar­af­urðinni milli húsa.

Fram kem­ur í færslu á vef Sam­herja að af­gangs­vatn frá kæli­kerfi fisk­vinnsu­húss­ins er notað við dæl­ing­una og er vatn því marg­nýtt. Gerðar voru til­raun­ir með búnaðinn í októ­ber og hafa þær gengið vel að sögn Gunn­ars Aðal­björns­son­ar, deild­ar­stjóra þurrk­un­ar.

„Við erum að þurrka á bil­inu 140 til 150 tonn á viku, sem þýddi að lyft­ar­ar voru að keyra til okk­ar um eitt­hundað kör­um á dag í um tutt­ugu ferðum. Miðað við fjar­lægðina milli hús­anna óku lyft­ar­arn­ir dag­lega um fimmtán kíló­metra, þannig að þetta dælu­kerfi er já­kvætt skref í um­hverf­is­legu til­liti, auk þess sem hrá­efnið er enn fersk­ara og betra en áður,“ seg­ir Gunn­ar í færsl­unni.

Ljós­mynd/​Sam­herji
Ljós­mynd/​Sam­herji

„Þetta er al­gjör bylt­ing, stýr­ing­in verður mun auðveld­ari og hag­kvæm­ari á all­an hátt, auk þess sem kol­efn­is­sporið minnk­ar. Við höf­um aðeins verið með kerfið í notk­un í nokkra daga og þetta lof­ar af­skap­lega góðu, eng­in telj­andi vanda­mál hafa komið upp.“

Hausaþurrk­un Sam­herja á Dal­vík not­ar um 40 tonn af heitu vatni á klukku­stund og er stærsti not­and­inn á heitu vatni í sveit­ar­fé­lag­inu. „Það er ekki bara að við séum að nota af­gangs­vatn frá kæli­kerfi fisk­vinnsl­unn­ar. Heita vatnið sem við tök­um inn, fer síðan aft­ur frá okk­ur og hit­ar upp gang­stétt­ar og bíla­stæði á at­hafna­svæði Sam­herja. Allt miðast þetta við að nýta vatnið eins og kost­ur er,“ seg­ir Gunn­ar.

mbl.is