Grafarþögn þegar Attenborough tók til máls

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt þeim Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt þeim Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. AFP

Fólk hlustaði af mik­illi at­hygli á opn­un­ar­hátíð COP26 lofts­lags­ráðstefn­unn­ar og mátti heyra saum­nál detta þegar Dav­id Atten­borough steig á svið og talaði, að sögn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra sem var viðstödd.

COP26 lofts­lags­ráðstefn­an er ár­leg­ur viðburður á veg­um Sam­einuðu þjóðanna og fer nú fram í Glasgow. Yfir 100 þjóðarleiðtog­ar eru nú stadd­ir í Bretlandi og munu þeir ávarpa ráðstefn­una næstu tvo daga og verður Katrín meðal ann­ars með er­indi á morg­un.

„Það var mik­ill þungi í hans orðum þar sem hann lýsti því hvernig hann hefði séð vist­kerfi heims­ins hnigna á sinni ævi en hann talaði líka mikla von í mann­skap­inn og að allt sem mann­lægt at­hæfi hefði spillt væri hægt að laga með mann­legu at­hæfi. Það er al­veg ljóst að Bret­ar ætla að tefla fram sínu stjörnuliði í von um að ná góðum ár­angri út úr þess­um fundi,“ sagði Katrín um ræðu um­hverf­issinn­ans og sjón­varps­manns­ins Dav­id Atten­borough.

AFP

Auk hans stigu einnig á svið þeir Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og Karl Bretaprins. Voru skila­boðin mjög skýr frá öll­um þeirra.

Mis­mik­ill áhugi þjóða

Að sögn Katrín­ar er al­mennt mik­il samstaða meðal ríkj­anna á ráðstefn­unni um lofts­lags­mál­in en þó væru alltaf ein­hverj­ir sem tækju ekki þátt. Vakti hún þá at­hygli á því að Kín­verj­ar og Rúss­ar hefðu ekki látið sjá sig, auk þess sem for­seti Tyrk­lands hefði afboðað sig með litl­um fyr­ir­vara.

„Ýmsar þjóðir eru mjög ákveðnar í því að þessi fund­ur verði að ganga upp en það standa ein­hverj­ir út af. Það er auðvitað tekið eft­ir því hverj­ir eru ekki hér. En svo er líka mjög sterk­ur hóp­ur sem er mjög sam­hent­ur í því að ná aukn­um ár­angri.“

Seg­ir hún þá mik­il­vægt að hafa hug­fast að ekki sé hægt að leggja þessi mál til hliðar að lokn­um fundi. „Við þurf­um að vera meðvituð um að hugsa um þessi mál á hverju ári.“ 

Þurf­um að huga að orku­skipt­um og los­un frá landi

Í ág­úst birt­ist skýrsla milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Niður­stöðurn­ar voru síður en svo já­kvæðar og seg­ir þar meðal ann­ars að nú sé enn skýr­ara en áður að at­hafn­ir okk­ar manna séu meg­in­or­sök þeirra breyt­inga sem eiga sér stað á lofts­lag­inu.

Í síðustu viku birt­ist svo skýrsla um­hverf­is­stofn­un­ar SÞ þar sem fram kom að með nú­ver­andi mark­miðum ríkja gæti meðal­hita­stig jarðar hækkað upp í 2,7 gráðu markið. Magn gróður­húsaloft­teg­unda náði há­marki á síðasta ári, þrátt fyr­ir heims­far­ald­ur. Þá hef­ur kol­efn­is­spor okk­ar Íslend­inga ekki lækkað neitt síðustu ár og er meðal því hæsta í Evr­ópu.

Spurð hvaða skref þurfi nú að taka til þess að hægt sé að tryggja það að Íslend­ing­ar fari að sjá mæl­an­leg­an ár­ang­ur á sviði um­hverf­is­mála, seg­ir Katrín að huga þurfi að orku­mál­um og los­un frá landi.

„Fyrst þá er það hvernig við get­um dregið úr los­un með breytt­um sam­göngu­mát­um og orku­skipt­um í sam­göng­um, þunga­flutn­ing­um, sjáv­ar­út­vegi og bygg­ing­ariðnaði. Þetta eru allt geir­ar sem að ég hef trú á  því að við get­um náð hraðari ár­angri í en við höf­um talið hingað til. Við sjá­um það að al­menn­ing­ur á Íslandi er mjög mót­tæki­leg­ur fyr­ir bæði breytt­um ferðamát­um og orku­skipt­um í sam­göng­um. 

Síðan er auðvitað stór hluti los­un­ar­inn­ar eitt­hvað sem kem­ur frá land­notk­un. Það er eitt­hvað sem kall­ar á lang­tíma sýn hvað varðar land­græðslu, end­ur­heimt vot­lend­is, skóg­rækt og fleira. Síðan er það sem fell­ur und­ir þetta sam­eig­in­lega evr­ópska kerfi, eins og alþjóðaflugið og stóriðjan og fleira. Þar mun­um við ör­ugg­lega á næstu árum sjá þróun í tækni og hug­viti sem að mun gera okk­ur létt­ara fyr­ir að draga úr los­un úr þess­um geir­um.“

Græn­ir skatt­ar og græn­ar íviln­an­ir hluti af framtíðinni

Spurð hvort hún sjái fyr­ir sér að boð og bönn muni ein­kenna framtíðina í lofts­lags­mál­um, þar sem neysla yrði mögu­lega tak­mörkuð með lofts­lags­skött­um, seg­ir Katrín það vel koma til greina.

„Já ég held að græn­ir skatt­ar séu tví­mæla­laust hluti af lausn­inni, eins og græn­ar íviln­an­ir. Við sjá­um það að oft og tíðum geta slík­ir skatt­ar skilað ár­angri. Eins geta græn­ar íviln­an­ir skilað miklu. Við sjá­um það til dæm­is á raf­bíla­væðing­unni á Íslandi að þá mun­ar miklu á þeim íviln­un­um sem eru til staðar,“ seg­ir Katrín.

Bæt­ir hún einnig við að græn­ar fjár­fest­ing­ar séu auk þess afar mik­il­væg­ar í þessu sam­hengi. Munu nor­ræn­ir for­sæt­is­ráðherr­ar og full­trú­ar nor­rænna líf­eyr­is­sjóða vera með er­indi á ráðstefn­unni á morg­un þar sem fjallað verður um það hvernig hægt sé að tryggja að fjár­magnið fari í aukn­um mæli að vinna með bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Seg­ir Katrín þá svaka­legt að hugsa til þess að enn sé verið að verja mikl­um fjár­mun­um til óend­ur­nýj­an­legra orku­gjafa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina