„Í rauninni síðasta tækifærið okkar“

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP26 er nú haldin í Glasgow.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP26 er nú haldin í Glasgow. AFP

„Ef það næst al­menn­ur skiln­ing­ur um að þetta er síðasta tæki­færið okk­ar til  að halda hug­mynd­inni á lofti um að hlýn­un fari ekki yfir 1,5 gráður þá mun ráðstefn­an bera ár­ang­ur,“ seg­ir Tinna Hall­gríms­dótt­ir, formaður Ungra um­hverf­issinna, í sam­tali við mbl.is en hún er viðstödd lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP26, sem hófst form­lega í Glasgow í dag.

Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna.
Tinna Hall­gríms­dótt­ir, formaður Ungra um­hverf­issinna. mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Hún seg­ir að aðal­fram­lög­in til ráðstefn­unn­ar séu lands­fram­lög­in sem eru unn­in fyr­ir hana. „Þau virt­ust ekki vera á réttri leið í nýj­ustu stöðuskýrslu, en von­andi mun það breyt­ast til hins betra.“

Tinna seg­ir að með ráðstefn­unni sé í raun­inni ekki verið að semja um neitt nýtt í grund­vall­ar­atriðum

„Frem­ur er verið að tryggja að það sem ákveðið var í Par­ís árið 2015 raun­ger­ist. Það eru ýms­ar ákv­arðarn­ir frá þeirri ráðstefnu sem þarf að gera skil. Þetta er í raun­inni úr­slita­stund­in, hvort mark­miðið um 1,5 gráður muni fara fyr­ir bí eða hvort við náum að minnsta kosti að halda þeim mögu­leika opn­um.“

Tinna seg­ir ekki vera ann­an kost í stöðunni en að vera bjart­sýn á að mark­miðið ná­ist. „Það á bara eft­ir að koma í ljós hvort við náum þeirri sam­stöðu og trausti meðal alþjóðsam­fé­lags­ins sem nauðsyn­legt er til ná þessu sam­an.“

Ísland ekki með sjálf­stæðan metnað

Spurð hvort Ísland geti haft áhrif í lofts­lags­mál­um seg­ir Tinna að svo geti verið en það sé ekki endi­lega raun­in nú.

„Með því að vera lítið land þá er hægt að ráðast hratt í kerf­is­breyt­ing­ar sem þarf til að draga mikið úr los­un, sér í lagi í landi þar sem við höf­um of­gnótt af hreinni orku. Staðan núna er að Ísland er í raun ekki að koma með neitt sér­stakt að borðinu í Glasgow. Við erum hluti af sam­eig­in­legu lands­fram­lagi í sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg. Það á eft­ir að ákv­arða sam­kvæmt reikni­regl­um hver hlut­ur Íslands verður,“ seg­ir Tinna og nefn­ir að önn­ur nor­ræn ríki hafi sett sér og lög­fest sjálf­stæð mark­mið fyr­ir árið 2030.

„Við erum ekki með neitt lög­fest mark­mið nema kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2040 sem á eft­ir að skil­greina. Ég sé ekki sjálf­stæðan metnað sem myndi end­ur­spegla að Ísland ætli að gera sig gild­andi í lofts­lags­mál­um á alþjóðavett­vangi,“ seg­ir hún og bæt­ir við að Ísland hafi þó mikla mögu­leika.

„Við erum alls ekki að gera nóg til að sýna að við tök­um lofts­lags­mál­in nægi­lega al­var­lega,“ seg­ir Tinna og bæt­ir við að við gæt­um verið kom­in mun lengra í mála­flokkn­um.

mbl.is