Katrín og Boris heilsast með virktum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Boris Johnson, kollegi hennar frá Bretlandi, …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Boris Johnson, kollegi hennar frá Bretlandi, heilsast, að því er virðist að austurlenskum sið, á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. AFP

Það virðist hafa farið vel á með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, við setn­ingu lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow í Skotlandi í dag. 

Á mynd­um sem ljós­mynd­ar­ar AFP tóku af koll­eg­un­um tveim­ur heilsuðust þau ým­ist með oln­boga­handa­bandi, eins og vel hef­ur þekkst í heims­far­aldr­in­um, eða, að því er virðist, að aust­ur­lensk­um sið. 

Klest'ann!
Klest'­ann! AFP

Íslend­ing­ar fjöl­menna

Katrín flyt­ur á morg­un er­indi á leiðtogaráðstefnu Lofts­lags­samn­ings­ins og hægt verður að fylgj­ast með í beinu streymi, eins og seg­ir í til­kynn­ingu þar um á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Auk for­sæt­is­ráðherra sæk­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, ráðstefn­una síðar í vik­unni og tek­ur þátt í hliðarviðburðum tengd­um orku­mál­um.

Þá verður Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, viðstadd­ur seinni viku ráðstefn­unn­ar. Hann mun taka þátt í hliðarviðburðum og tví­hliða fund­um, m.a. um vernd og end­ur­heimt vot­lend­is, um súrn­un sjáv­ar og um alþjóðleg­an samn­ing sem unnið er að um lofts­lags­mál, viðskipti og sjálf­bærni. 

Boris Johnson og Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ásamt Katrínu, …
Bor­is John­son og Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, ásamt Katrínu, sem virðist vera að út­skýra eitt og annað fyr­ir aðal­rit­ar­an­um. AFP
Skæri, blað, steinn!
Skæri, blað, steinn! AFP
mbl.is