Mikil bráðnun á Grænlandi eykur flóðahættu

Íshellan við bæinn Upernavik á Grænlandi.
Íshellan við bæinn Upernavik á Grænlandi. AFP

Þær 3,5 bill­jón­ir tonna af í ís­hellu Græn­lands sem hafa bráðnað síðasta ára­tug­inn hafa hækkað yf­ir­borð sjáv­ar um einn sentí­metra og aukið hætt­una á flóðum á heimsvísu.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar sem var birt í dag.

Íshell­an á þess­ari stærstu eyju heims hef­ur að geyma nógu mikið af frosnu vatni til að hækka yf­ir­borð sjáv­ar um í kring­um sex metra á heimsvísu. Mik­il bráðnun þar hef­ur und­an­far­in 40 ár hef­ur hækkað yf­ir­borð sjáv­ar.

Þrátt fyr­ir að mikl­ar rann­sókn­ir hafi staðið yfir á Græn­landi af vís­inda­mönn­um þá var rann­sókn­in sem var birt í dag sú fyrsta sem notaðist við gögn úr gervi­hnött­um til að sjá bráðnun ís­hell­unn­ar. 

Í tíma­rit­inu Nature Comm­unicati­ons segja vís­inda­menn­irn­ir að vatnið sem hef­ur runnið und­an ís­hell­unni hafi auk­ist um 21% síðustu fjóra ára­tug­ina.

AFP

Það sem vek­ur enn meiri at­hygli er að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Evr­ópska geim­ferðastofn­un­in út­vegaði hafa 3,5 bill­jón­ir tonna af ís­hell­unni bráðnað frá ár­inu 2011 með til­heyr­andi hættu á flóðum.

Þriðjung­ur ís­hell­unn­ar sem tapaðist þenn­an ára­tug hvarf á aðeins tveim­ur heit­um sumr­um, 2012 og 2019.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina