Biden myndaður af nöktum Skota

Joe Biden Bandaríkjaforseti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti er embætt­is síns vegna van­ur mann­fjölda og áhorf­end­um hvert sem hann fer, en hann er þó ef­laust ekki svo van­ur því að sjá nak­inn Skota taka mynd­ir af sér.

Frétta­menn sem ferðast með Joe Biden á COP26 lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna hafa lýst ít­ar­lega óvæntri sjón á leiðinni frá Ed­in­borg.

„Á ein­um tíma­punkti þegar við vor­um að keyra á smærri sveita­vegi stóð stór, nak­inn skosk­ur maður í glugg­an­um og tók mynd af bíla­lest­inni með sím­an­um sín­um,“ sögðu frétta­menn­irn­ir við frétta­stofu AFP.

Trump einnig fengið skemmti­leg­ar mót­tök­ur í Glasgow

Árið 2016 fékk þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, mót­tök­ur á flug­vell­in­um í Glasgow þar sem mexí­kósk Mariachi-hljóm­sveit lék fyr­ir hann.

Mót­tak­an kom í kjöl­far þess að Trump hafði lagt til að reisa vegg á suður­landa­mær­um Banda­ríkj­anna til að halda mexí­kósk­um inn­flytj­end­um frá.

mbl.is