Innblástur frá „Squid Game“ í mótmælum

00:00
00:00

Aðgerðasinn­ar og mót­mæl­end­ur hvöttu leiðtoga heims­ins til að „hætta öll­um lofts­lags­leikj­um“ og upp­fylla lof­orð sín vegna lofts­lags­vánn­ar í mót­mæl­um þar sem inn­blástur­inn var suðurkór­eski sjón­varpsþátt­ur­inn „Squid Game“.

Þátt­ur­inn hef­ur slegið í gegn síðan hann var frum­sýnd­ur á efn­isveit­unni Net­flix.

Lofts­lags­ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna hófst í Glasgow fyrr í vik­unni. Þar munu leiðtog­arn­ir reyna að ná sam­komu­lagi um að koma í veg fyr­ir aukna hlýn­un jarðar sem get­ur haft í för með sér mikla eyðilegg­ingu. 

mbl.is