Ráðherra í hjólastól komst ekki inn á ráðstefnuna

Elharrar og Johnson heilsuðust með covid kveðju þegar þau hittust …
Elharrar og Johnson heilsuðust með covid kveðju þegar þau hittust í dag. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur beðið Kar­ine El­harr­ar, orku­málaráðherra Ísra­els, af­sök­un­ar því að hjóla­stólaaðgengi hafi verið ábóta­vant á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna (COP26) sem fer nú fram í Glasgow. BBC grein­ir frá.

El­harr­ar, sem glím­ir við vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm og not­ast við hjóla­stól, beið fyr­ir utan einn inn­gang á ráðstefnusvæðinu í tvo klukku­tíma í gær áður en hún snéri aft­ur á hót­elið sitt, án þess að kom­ast á ráðstefn­una. John­son bað hana af­sök­un­ar á þess­um mis­skiln­ingi þegar þau hitt­ust á fundi í dag ásamt for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Naftali Benn­ett.

Benn­ett þakkaði koll­ega sín­um fyr­ir skjót og góð viðbrögð við þessu óheppi­lega at­viki og sagði hægt að draga af því lær­dóm. Það væri mik­il­vægt að gera alltaf ráð fyr­ir aðgengi fyr­ir alla. John­son sam­sinnti því.

Skellti skuld­inni á sendi­nefnd­ina

Áður hafði Geor­ge Eustice, um­hverf­is­ráðherra Bret­lands, einnig beðist af­sök­un­ar, en á sama tíma skellt skuld­unni á ísra­elsku sendi­nefnd­ina. „Í svona aðstæðum væri eðli­legt að Ísra­el­ar hefðu gert grein fyr­ir sérþörf­um þessa ráðherra. Það fór aug­ljós­lega eitt­hvað úr­skeiðis varðandi upp­lýs­inga­gjöf og því var ekki búið að gera ráðstaf­an­ir við þenn­an til­tekna inn­gang sem hún ætlaði að nýta,“ sagði hann og hef­ur fengið tölu­verða gagn­rýni fyr­ir. Hann benti á flest­ir inn­gang­ar á ráðstefn­una væru með hjóla­stólaaðgengi.

Talsmaður ísra­elska sendi­ráðsins í London sagði hins veg­ar að sendi­nefn­in hefði verið í sam­bandi við ráðstefnu­hald­ara síðustu vik­ur þar sem gerð hefði verið grein fyr­ir kröf­um ráðherr­ans.

El­harr­ar sagði í sam­tali við BBC að hún hefði kom­ist á ráðstefn­una án nokk­urra vand­kvæða í dag og upp­lif­un­in hefði verið allt önn­ur. At­vikið á mánu­dag væri þó góð áminn­ing um að gera yrði bet­ur á næstu ráðstefnu. Hún sagði ekki nóg að tala um aðgeng­is­mál og rétt­indi fólks með fötl­un, held­ur þyrfti gefa gaum að öll­um smá­atriðum í dag­legu lífi.

mbl.is