Vitnaði í Andra Snæ í ávarpi sínu

Kartín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti erindi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í …
Kartín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti erindi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Skjáskot/UN

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra und­ir­strikaði mik­il­vægi þess að samþætta jafn­rétt­is­bar­átt­una og lofts­lags­mál þegar hún ávarpaði COP26 lofts­lags­ráðstefn­una fyrr í dag.

Hún talaði einnig um mik­il­vægi þess að bregðast við lofts­lags­vánni sem við stönd­um frammi fyr­ir en var jafn­framt vongóð og vísaði meðal ann­ars í orð Andra Snæs Magna­son­ar, rit­höf­und­ar og um­hverf­issinna, þegar hún vakti at­hygli á mögu­leik­um okk­ar að skapa framtíðina.

Í upp­hafi ávarps­ins vakti Katrín at­hygli á því að sönn­un­ar­gögn­in hefðu aldrei legið jafn skýrt fyr­ir. Sam­an­lögð mark­mið Par­ís­arsátt­mál­ans duga ekki til að halda breyt­ing­um á lofts­lag­inu inn­an hættu­marka og að þjóðir yrðu að upp­færa þau.

Þá greindi hún einnig frá því að Ísland hefði sett sér metnaðarfyllri mark­mið sem kveða á um að draga úr los­un um 55% fyr­ir árið 2030, en eldra mark­mið sagði til um 40%. Þar að auki hefði Alþingi lög­fest mark­mið okk­ar um kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2040. Vær­um við ein af fáum þjóðum til að gera slíkt. Væri stefn­an þá sett á að hætta al­gjör­lega notk­un á jarðefna­eldsneyti fyr­ir miðja öld.

Allt mann­kynið verður að taka þátt

Í ávarp­inu sagði Katrín að merki lofts­lags­breyt­inga væru sjá­an­leg og að við yrðum að bregðast við. „Á Íslandi sjá­um við jökl­ana hopa, við höf­um áhyggj­ur af súrn­un sjáv­ar og breyt­ingu á haf­straum­um sem gætu haft áhrif á allt sjáv­ar­ríkið.“

Taldi hún mik­il­vægt að fá allt mann­kynið með í bar­átt­una enda væri farið að bera á neyðar­til­fell­um víða um heim sem væru bein­ar af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga. Sagði hún þá afar nauðsyn­legt að kon­ur og stúlk­ur yrðu með í öll­um ákv­arðana­ferl­um.

Íslensk tækni sem gæti reynst gagn­leg víða um heim

Katrín sagði þó einnig að mikl­ar fram­far­ir hefðu nú þegar átt sér stað á Íslandi. Sem dæmi nefndi hún að hiti og raf­magn væru úr 100% end­ur­nýj­an­legri orku, og að sala og inn­flutn­ing­ur á nýorku­bíl­um hér­lend­is væri með því mesta sem þekkt­ist í heim­in­um.

Þá kom hún einnig inn á þá spenn­andi tækniþróun sem er að eiga sér stað hjá ís­lenska fyr­ir­tæk­inu Car­bfix þar sem að kol­díoxíð er tekið áður en það berst í and­rúms­loftið og því dælt niður í berg­lög þar sem það krist­all­ast í kalsít. „Við von­um að þetta sé lítið skref í átt að ein­hverju stærra. Tækni sem gæti reynst mik­il­væg fyr­ir all­an heim­inn.“

Sköp­um framtíðina á hverj­um degi

Katrín talaði því um að mikla von væri að finna og að við mótuðum framtíð okk­ar á hverj­um ein­asta degi. Vitnaði hún þá í orð Andra Snæs Magna­son­ar: Tím­inn þinn er tími ein­hvers sem þú þekk­ir, elsk­ar og mót­ar þig. Og tím­inn þinn er líka tími ein­hvers sem þú munt þekkja og elska, tím­inn sem þú skap­ar.

„Hans orð eru sönn. Tím­inn til að skapa framtíðina er í dag. Ungt fólk er að krefjast aðgerða og við verðum að svara því kalli. [...] Lof­orð Par­ís­arsátt­mál­ans eru enn á lífi og ég skynja mik­inn metnað hér í Glasgow. Það er krefj­andi vinna framund­an en það get­ur verið góð vinna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina