Alltaf nýjar upplýsingar um dýpið

Frá Landeyjarhöfn.
Frá Landeyjarhöfn. mbl.is/RAX

Inn­sigl­ing­in til Land­eyja­hafn­ar er mæld mörg­um sinn­um á dag með fjöl­geisla dýpt­ar­mæli sem er um borð í Vest­manna­eyja­ferj­unni Herjólfi. Þegar siglt er hafa skip­stjór­arn­ir ávallt nýj­ar upp­lýs­ing­ar um dýpi og sömu­leiðis starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar sem geta brugðist við sand­b­urði með því að ræsa út dýpk­un­ar­skip.

Þessi sér­staki dýpt­ar­mæl­ir var sett­ur í Herjólf við loka­skoðun á síðasta ári. Hann var kom­inn í fulla virkni í byrj­un þessa árs.

Ná­kvæm mynd af botn­in­um

Gunn­ar Orri Grön­dal, mæl­ingamaður hjá Vega­gerðinni, seg­ir að mæl­ir­inn sendi frá sér 512 geisla, 10 til 20 sinn­um á sek­úndu. Þegar geisl­arn­ir koma til baka teikna þeir upp ná­kvæma mynd af botn­in­um und­ir skip­inu og á um 20 metra svæði til hliðar. Mæl­ir­inn er alltaf í gangi en upp­taka mæl­ing­ar­inn­ar fer ekki í gang fyrr en skipið nálg­ast Land­eyja­höfn. Í lok dags prent­ar tölvu­kerfið út mynd með upp­lýs­ing­um um meðal­dýpt inn­sigl­ing­ar­inn­ar þann dag­inn og geta skip­stjór­arn­ir og starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar kallað hana upp í tölv­um og notað við vinnu sína.

Gunn­ar Orri seg­ir að á teikn­ing­un­um sjá­ist þegar sandskafl­ar eru að byggj­ast upp í höfn­inni og hægt að ákveða hvar og hvenær best er að dýpka til þess að koma í veg fyr­ir að höfn­in verði ófær fyr­ir Herjólf. Hef­ur það gerst nokkr­um sinn­um að sand­dælu­skip hafi verið ræst út til þess að hreinsa sand og þannig tek­ist að halda góðu dýpi fyr­ir skipið.

Fann­ar Gísla­son, for­stöðumaður hafna­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar, bæt­ir því við að óviss­an sem skip­stjór­ar Herjólfs búi við sé mun minni en áður, þeir viti dýpið og geti siglt þegar grynnra er í inn­sigl­ing­unni en þeir treystu sér til þegar upp­lýs­ing­arn­ar voru tak­markaðri.

Áður en metið er hvort dýpk­un­ar­skip er ræst út er dýpi mælt á stærra svæði við höfn­ina, annaðhvort með Lóðsin­um úr Vest­manna­eyja­höfn eða Geisla, mæl­inga­bát Vega­gerðar­inn­ar.

Heild­ar­kostnaður við dýpt­ar­mæl­inn á Herjólfi var 37 millj­ón­ir kr., sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Fann­ars, og er búnaður mæl­is­ins ásamt upp­setn­ingu reiknaður með í þeirri fjár­hæð.

Óvissa með dælu­búnaðinn

Búnaður sem keypt­ur var fyr­ir tveim­ur árum og koma átti fyr­ir á hafn­ar­görðunum og nota til að dæla sandi af botni hafn­ar­mynn­is Land­eyja­hafn­ar var aldrei sett­ur upp og ligg­ur ónotaður í geymsl­um Vega­gerðar­inn­ar. Voru kaup­in liður í mikl­um fram­kvæmd­um sem ráðist var í til að lag­færa höfn­ina.

Herjóldur á útsiglingu frá Vestmannaeyjahöfn.
Herjóld­ur á út­sigl­ingu frá Vest­manna­eyja­höfn. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Fann­ar seg­ir að ekki hafi verið ákveðið hvort búnaður­inn verði sett­ur upp. Bend­ir hann á að hann hafi ekki hjálpað neitt við að halda höfn­inni op­inni á þeim tveim­ur árum sem liðin eru frá því hann var keypt­ur. Seg­ir hann þó hugs­an­legt að þörf verði á hon­um síðar en tel­ur að gera þurfi meiri rann­sókn­ir áður en ákvörðun verður tek­in.

Dælu­búnaður­inn kostaði um 56 millj­ón­ir kr., það er að segja dæl­ur, spennistöð, stýri­búnaður, raf­kerfi, flot­lagn­ir og fleira til­heyr­andi. Heild­ar­kostnaður við fram­kvæmd­ir við höfn­ina sum­arið 2019 var um millj­arður.

Nýt­ing­in nálg­ast 90%

Nýt­ing Herjólfs á Land­eyja­höfn hef­ur stöðugt farið batn­andi. Eft­ir að nýja ferj­an var tek­in í notk­un var hægt að sigla mun oft­ar en með eldri Herjólfi og með auk­inni reynslu og betri upp­lýs­ing­um skip­stjór­anna hef­ur nýt­ing­in enn batnað. Fyr­ir­séð er að þessi þróun haldi áfram í vet­ur, að mati Vega­gerðar­inn­ar, og að nýt­ing­in verði kom­in ná­lægt því hlut­falli sem miðað var við þegar höfn­in var gerð.

Gamli Herjólf­ur gat notað Land­eyja­höfn í 51% til­vika og sigldi 39% dag­anna til Þor­láks­hafn­ar. Eft­ir að nýja ferj­an var tek­in í gagnið jókst nýt­ing­in í Land­eyj­um upp í 73% og síðasta vet­ur var nýt­ing­in 80,6%. Í 3% til­vika var hægt að sigla hálf­an dag­inn í Land­eyja­höfn og 6% dag­anna var siglt bæði til Land­eyja og Þor­láks­hafn­ar. Ef tald­ir eru með þeir dag­ar sem eitt­hvað var hægt að sigla í Land­eyja­höfn reikn­ast hlut­fallið tæp 90%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: