Borgarstjóri Los Angeles smitaður í Glasgow

Borgarstjóri Los Angeles, Eric Garcetti.
Borgarstjóri Los Angeles, Eric Garcetti. AFP

Eric Garcetti borg­ar­stjóri Los Ang­eles, sem er nú stadd­ur í Glasgow fyr­ir lofts­lags­ráðstefn­una COP26, hef­ur greinst með Covid-19.

Sam­kvæmt tísti frá reikn­ingi borg­ar­stjór­ans á Twitter er hann í ein­angr­un á hót­el­her­bergi sínu í Glasgow og líður vel. Einnig kem­ur fram að borg­ar­stjór­inn sé full­bólu­sett­ur.

Í færsl­unni er staðsetn­ing hót­els­ins ekki til­greind en en Alex Comis­ar, talsmaður Garcetti, staðfesti við frétta­stofu AP að borg­ar­stjór­inn væri í Glasgow.

mbl.is