Síldarvertíðin byrjar vel hjá Barða

Barði NK landar síld í Neskaupstað í morgun.
Barði NK landar síld í Neskaupstað í morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan

„Þessi vertíð byrj­ar vel. Við feng­um afl­ann í fimm hol­um í Kollu­áln­um og afli í hverju holi var 150-400 tonn. Það var dregið í 3-6 tíma,“ seg­ir Atli Rún­ar Ey­steins­son, skip­stjóri á Barði NK, á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Skipið kom til hafn­ar í Nes­kaupstað með fyrsta farm­inn af ís­lenskri sum­argots­s­íld. Afl­inn nam 1.320 tonn­um og verður hann all­ur unn­inn í vinnslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Hér er um að ræða fína millisíld og sýk­ing­in sem hrjáð hef­ur þenn­an stofn und­an­far­in ár er ekki sjá­an­leg núna. Það var tölu­vert af síld að sjá þegar við yf­ir­gáf­um miðin þannig að þetta lít­ur bara býsna vel út,“ seg­ir Atli Rún­ar.

Í gær­kvöldi héldu einnig skip­in Börk­ur NK og Beit­ir NK til síld­ar­veiða vest­ur af land­inu. Skip­in munu eiga sam­starf um veiðarn­ar og er gert ráð fyr­ir að annað skip­anna komi til Nes­kaupstaðar á mánu­dags­morg­un.

mbl.is