Ekki tekist að hafa hömlur á brottkasti

Franskir sjómenn sinn veiðarfærum á bát við bryggju í Saint …
Franskir sjómenn sinn veiðarfærum á bát við bryggju í Saint Helier. Talið er að eftirlit með brottkasti í Evrópusambandinu sé ábótavant og að hert lög hafi ekki borið árangur. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur látið leggja mat á áhrif lönd­un­ar­skyldu á brott­kast. Ekk­ert bend­ir til að lög­in hafi haft til­ætluð áhrif á brott­kast og er eft­ir­liti talið ábóta­vant. Unnið er að því að veita aukn­ar heim­ild­ir til ra­f­ræns eft­ir­lits sem sagt er vera hag­kvæm­asti og ár­ang­urs­rík­asti kost­ur­inn sem völ er á.

Ra­f­rænt eft­ir­lit er áhrifa­rík­asta leiðin til að sporna við brott­kasti og hag­kvæm­asta lausn­in í aðgerðum gegn brott­kasti og eft­ir­liti með veiðum. Þetta er kem­ur fram í skýrslu Wageningen Mar­ine Rese­arch sem unn­in var fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins um ákvæði laga um lönd­un­ar­skyldu alls afla og brott­kast.

Myndavélaeftirlit er talið árangursríkasta leiðin til að sporna við brottkasti.
Mynda­véla­eft­ir­lit er talið ár­ang­urs­rík­asta leiðin til að sporna við brott­kasti. Ljós­mynd/​Austr­ali­an Fis­heries Mana­gement Aut­ho­rity

Lög um lönd­un­ar­skyldu afla var samþykkt 2015 og öðlaðist gildi í Evr­ópu­sam­band­inu í janú­ar 2019. Mark­mið lag­anna er að koma í veg fyr­ir brott­kast með því að hvetja til mark­viss­ari veiða. Í stuttu máli má segja að ákvæði lag­anna gangi út á að fisk, sem er veidd­ur inn­an kvóta­kerf­is, eins og mak­ríll og an­sjó­s­ur, verði að bera að landi og skal draga hann frá veiðiheim­ild­um út­gerðar­inn­ar.

Þá á ekki að selja und­ir­máls­fisk sem mat­væli held­ur nýta í dýra­fóður, mjöl, lyf eða fæðubót­ar­efni. Bera sam­tök fram­leiðenda í Evr­ópu­sam­band­inu skyldu til að aðstoða fé­lags­menn við að finna kaup­end­ur fyr­ir und­ir­máls­fisk án þess þó að skapa markað fyr­ir slík­an fisk. Jafn­framt bera aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins skyldu til að aðstoða út­gerðir svo hægt sé að geyma und­ir­máls­fisk þar til hægt sé að koma fisk­in­um í nýt­ingu.

Ágall­ar við hefðbundið eft­ir­lit

Heilt yfir er niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar að eft­ir­liti og fram­kvæmd lönd­un­ar­skyld­unn­ar sé ábóta­vant og er sér­stak­lega vak­in at­hygli á því að aðild­ar­rík­in hafa ekki gripið til full­nægj­andi aðgerða svo hægt sé að fram­fylgja ákvæðum lag­anna. Þá er full­yrt að um­fangs­mikið óskráð brott­kast sé að eiga sér stað í sjáv­ar­út­vegi í Evr­ópu­sam­band­inu.

Þegar ár­ang­ur hefðbund­ins eft­ir­lits með fram­kvæmd lönd­un­ar­skyld­unn­ar er borið sam­an við af­köst ra­f­ræns eft­ir­lits þykir skýrslu­höf­und­um ljóst að ra­f­rænt eft­ir­lit skil­ar mun betri ár­angri. Fleiri aðild­ar­ríki hafa gert til­raun­ir með ra­f­rænt eft­ir­lit en ekk­ert ríkj­anna hef­ur inn­leit slíkt eft­ir­lit með um­fangs­mikl­um hætti.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að veru­leg­ir ágall­ar eru við það að reiða sig á hefðbundið eft­ir­lit eins og eft­ir­lits­manna­skap á sjó, lönd­un­ar­eft­ir­lit og afla­dag­bæk­ur þar sem slíkt gef­ur bara tak­markaða mynd af stöðunni, einkum á þeim tíma er eft­ir­lit fer fram. Jafn­framt hafa sjó­menn lýst áhyggj­um af friðhelgi sinni í tengsl­um við stöðugt eft­ir­lit um borð.

Landað úr Laurent Geoffray í bænum Boulogne-sur-Mer.
Landað úr Laurent Geof­fray í bæn­um Bou­log­ne-sur-Mer. AFP

Um­fangs­mikið brott­kast

Þá bend­ir fátt til þess að lönd­un­ar­skyld­an hafi haft þau áhrif sem ætlað var. Kom­ast skýrslu­höf­und­ar að þeirri niður­stöðu að ekki liggi fyr­ir nokk­ur gögn sem sýna fram á ein­hverj­ar breyt­ing­ar í mála­flokkn­um og telja skýrslu­höf­und­ar sig því knúna til að álykta að brott­kast sé enn um­fangs­mikið í Evr­ópu­sam­band­inu.

Hags­munaaðilar sem veittu rann­sak­end­um upp­lýs­ing­ar bentu á að ýms­ar skýr­ing­ar gætu verið að baki því að ekki hafi fund­ist gögn sem benda til mark­tækra breyt­inga í brott­kasti. Vöktu sum­ir þeirra at­hygli á að lög­gjöf­in og til­heyr­andi reglu­gerðir þykja of flókn­ar, auk þess sem kraf­ist er veru­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar þeirr­ar vinnu sem á sér stað um borð í fiski­skip­um til að upp­fylla kröf­ur sem gerðar eru til fram­kvæmd­ar veiða.

Sjómenn og útgerðarmenn telja margir reglurnar of flóknar eða ekki …
Sjó­menn og út­gerðar­menn telja marg­ir regl­urn­ar of flókn­ar eða ekki nægi­lega marg­ar und­anþágur frá lönd­un­ar­skyld­unni. AFP

Talið er að hægt sé að mæta þess­um áskor­un­um með auk­inni þjálf­un sjó­manna og betri og not­enda­vænni afla­dag­bók­um. Eru hags­munaaðilar sagðir þegar hafa unnið að því að aðlag­ast nýj­um laga­ákvæðum, en fram kem­ur að út­gerðir hafa veru­legt svig­rúm til að gera mun bet­ur í þeim efn­um. Hins veg­ar er viðvar­andi vanda­mál hversu flókið und­anþágu­kerfi fylg­ir lög­un­um.

„Tak­ist ekki að tryggja eft­ir­lit og fram­kvæmd lönd­un­ar­skyld­unn­ar mun það ekki ein­ung­is marka að þessi meg­in­stoð sjáv­ar­út­vegs­stefn­unn­ar hafi mis­heppn­ast, held­ur gæti það einnig leitt til mik­ill­ar of­veiði,“ rita skýrslu­höf­und­ar.

Ekki sam­mála um kvóta­kerfi

Fram kem­ur að sjáv­ar­út­veg­ur­inn í Evr­ópu­sam­band­inu sé al­mennt sátt­ur við lönd­un­ar­skyld­una. Hins veg­ar virðist ekki ein­ing í Evr­ópu um hvaða leið sé ár­ang­urs­rík­ust í að skapa rekstr­ar­um­hverfi sem hvet­ur til þess að lög­un­um sé fylgt.

Útgerðir á Eystra­salti og við Norður­sjó telja best að inn­leiða kvóta­kerfi með fram­selj­an­leg­um veiðiheim­ild­um eða að minnsta kosti heim­ild til kvóta­skipta. Hags­munaaðilar lengra vest­ur við Atlants­haf voru hrifn­ari af því að auka sveigj­an­leika með fleiri und­anþágum og beit­ingu skyndi­lok­ana.

Ekki heim­ild til mynda­véla hér á landi

Íslensk stjórn­völd hafa gert tölu­verðar breyt­ing­ar á fram­kvæmd eft­ir­lits hér á landi en ekki hafa verið veitt­ar heim­ild­ir til ra­f­rænn­ar vökt­un­ar með mynda­vél­um sem skýrsla sem unn­in er fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­band­isns seg­ir að sé ár­ang­urs­rík­asta eft­ir­litið.

Fiski­stofa hef­ur inn­leitt nýja ra­f­ræna afla­dag­bók sem leyst hef­ur papp­ír­inn af hólmi. Það hef­ur auðveldað gagna­söfn­un og grein­ingu gagna. Jafn­framt hef­ur Fiski­stofa talið þetta auka rekj­an­leika gagn­anna sem um ræðir enda skip­stjóra kleift að skila upp­lýs­ing­um um afla strax þegar veiðum lýk­ur.

Þá hef­ur Fiski­stofa hafið eft­ir­lit með drón­um og rötuðu 84 brott­kasts­mál inn á borð stofn­un­ar­inn­ar frá því að dróna­eft­ir­litið var tekið upp 1. sept­em­ber 2020 til 13. ág­úst á þessu ári. Var þeim mál­um lokið með leiðbein­inga­bréfi en Fiski­stofa hef­ur boðað aukna hörku í þess­um mál­um á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu, hef­ur áður sagt til­komu drón­anna „al­gjöra bylt­ingu“.

Ógeðfelld framtíðarmynd

Frum­varp um mynda­véla­eft­ir­lit í sjáv­ar­út­vegi var kynnt árið 2018 en fram kom í Sam­ráðsgátt stjórn­valda um mitt ár í fyrra að frum­varpið var aldrei lagt fyr­ir rík­is­stjórn. Í fyrra upp­lýsti at­vinnu­vegaráðuneytið að um­fjöll­un um mynda­véla­eft­ir­lit væri ekki lokið en ekk­ert mál hef­ur verið lagt fram í Sam­ráðsgátt­inni eða fyr­ir Alþingi sem myndi heim­ila slíkt eft­ir­lit.

Þegar frum­varps­drög­in voru kynnt lögðust hags­munaðail­ar gegn frum­varp­inu í um­sögn­um sín­um. Sagði meðal ann­ars í um­sögn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins: „Sú framtíðarmynd sem dreg­in er upp í frum­varps­drög­un­um er ógeðfelld, og ástæða er til að ef­ast um að ár­ang­ur verði í sam­ræmi við erfiðið.“

Jafn­framt lagðist Lands­sam­band smá­báta­eig­enda ein­dregið gegn mynda­véla­eft­ir­liti um borð í fiski­skip­um og sagði kröfu um slíkt „óraun­hæfa“ vegn asmæðar þeirra báta sem heyra und­ir LS.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: