„Ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka“

Sjómenn að störfum um borð í Engey.
Sjómenn að störfum um borð í Engey. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Þing Sjó­manna­sam­bands Íslands (SSÍ) skor­ar á aðild­ar­fé­lög sam­band­is að hefja und­ir­bún­ing aðgerða til að „knýja á um al­vöru samn­ingaviðræður við út­vegs­menn.“ Tel­ur sam­bandið ekki hægt að kom­ast áfram í samn­ingaviðræðum án átaka og sak­ar SSÍ viðsemj­end­ur um að draga lapp­irn­ar í viðræðunum.

Þetta er meðal þess sem samþykkt var á 32. þingi Sjó­manna­sam­bands­ins sem hófst í gær og lauk í há­deg­inu í dag.

Í álykt­un sinni „vít­ir [SSÍ] Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi harðlega fyr­ir að í ár­araðir að ekki sé gerður kjara­samn­ing­ur við sjó­menn um þau sjálf­sögðu rétt­inda­mál sem önn­ur sam­tök launa­fólks hafa þegar samið um. Nú eru liðin tæp 2 ár frá því kjara­samn­ing­ar sjó­manna runnu út. Vegna þverg­irðings­hátt­ar út­gerðar­inn­ar er ekki út­lit fyr­ir að samn­ing­ar ná­ist án átaka.“

Val­mund­ur Val­munds­son var á þing­inu end­ur­kjör­inn formaður sam­bands­ins til tveggja ára.

Valmundur Valmundsson var endurkjörinn formaður Sjómannasamband Íslands.
Val­mund­ur Val­munds­son var end­ur­kjör­inn formaður Sjó­manna­sam­band Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Harma sjó­menn að ekki hafi verið sýnd­ur vilji til að fall­ast á kröfu um aukið mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð og vísa til hagnað út­gerðarfyr­ir­tækja. „Þingið minn­ir á að hagnaður út­gerðar­inn­ar var 181.000 millj­ón­ir króna á síðustu fimm árum eða um 36.000 millj­ón­ir króna á ári að meðaltali.“

Þá hafn­ar SSÍ al­farið hug­mynd­um um að sjó­menn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og ann­ars rekstr­ar­kostnaðs. „Veiðigjöld­in eru skatt­ur á út­gerðina sem stjórn­völd kjósa að leggja á hagnað henn­ar og er sá skatt­ur stjórn­valda sjó­mönn­um óviðkom­andi.“

mbl.is