Undirbúningur loðnuvertíðarinnar í fullum gangi

Runólfur Runólfsson skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK.
Runólfur Runólfsson skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Unnið er hörðum hönd­um víða um land til að gera allt klárt fyr­ir um­fangs­mestu loðnu­vertíð í tvo ára­tugi. Mikið skipu­lag þarf að vera á veiðunum svo hægt verði að ná öll­um þeim afla sem út­gerðunum hef­ur verið út­hlutað.

Þetta á einnig við Bjarni Ólafs­son AK sem ligg­ur við bryggju í Norðfjarðar­höfn. „Ég geri ráð fyr­ir að við sigl­um suður til Reykja­vík­ur á morg­un en loðnunót­in er þar. Nót­in verður vænt­an­lega tek­in um borð á mánu­dags­morg­un­inn og síðan verður haldið rak­leiðis til veiða úti fyr­ir Norður­land­inu,“ seg­ir Run­ólf­ur Run­ólfs­son, skip­stjóri á Bjarna Ólafs­syni, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Bjarni Ólafsson AK.
Bjarni Ólafs­son AK. Ljós­mynd/​Há­kon Ernu­son

„Það skipt­ir máli að hefja veiðar sem fyrst ef all­ur sá kvóti sem út­hlutað hef­ur verið á að nást. Menn verða að halda mjög vel á spil­un­um til að ná kvót­an­um og nauðsyn­legt verður að veiða drjúg­an hluta hans fyr­ir ára­mót. Stóra spurn­ing­in í þessu öllu sam­an er veðrið. Það viðrar oft ekk­ert sér­stak­lega vel þarna fyr­ir norðan á þess­um árs­tíma og veðurút­litið fyr­ir næstu viku er ekki gott. Menn verða hins veg­ar að vera á staðnum og grípa tæki­fær­in í veður­glugg­um þegar þau gef­ast. Það veiðist ekk­ert ef menn eru ekki til staðar. Þetta mun allt koma í ljós og það þýðir ekk­ert annað en vera bjart­sýnn,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Fram kem­ur á vef út­gerðar­inn­ar að gert sé ráð fyr­ir danska upp­sjáv­ar­skip­inu Ísa­fold komi á loðnumiðin norður af land­inu síðar í dag en það má ein­ung­is veiða í græn­lenskri lög­sögu.

mbl.is