Undirrituðu 600 milljóna samning

Við undirritunina í gær.
Við undirritunina í gær.

Dirk Beckers, fram­kvæmda­stjóri aðgerða Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­mál­um, og Edda Sif Pind Ara­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Car­bfix, skrifuðu í gær und­ir tæpra 600 millj­óna króna styrkt­ar­samn­ing ný­sköp­un­ar­sjóðs sam­bands­ins við frek­ari þróun Car­bfix-kol­efn­is­bind­ing­araðferðar­inn­ar við Hell­is­heiðar­virkj­un Orku nátt­úr­unn­ar. Styrk­ur­inn nem­ur tæp­um helm­ingi heild­ar­kostnaðar við verk­efnið, sem kall­ast Silf­ur­berg og miðar að spor­lausri orku­vinnslu í virkj­un­inni.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Und­ir­rit­un­in fór fram í Brus­sel á ein­um hliðarviðburða COP26 þar sem Beckers greindi frá stuðningi sam­bands­ins við þrjú verk­efni sem öll miða að kol­efn­is­hlut­leysi. Edda Sif flutti ávarp á málþingi sem Evr­ópu­sam­bandið gekkst fyr­ir í til­efni samn­ing­anna.

Kol­díoxíð bundið var­an­lega

Car­bfix hef­ur þegar komið við sögu á COP26, sem nú stend­ur yfir, en Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra vék sér­stak­lega að fyr­ir­tæk­inu og aðferð þess til var­an­legr­ar kol­efn­is­bind­ing­ar í ávarpi við setn­ingu lofts­lags­ráðstefn­unn­ar í Glasgow.

„Mark­mið Silf­ur­bergs-verk­efn­is­ins er að byggja nýja hreins­istöð við Hell­is­heiðar­virkj­un sem mun fanga nær allt kol­díoxíð og brenni­steinsvetni úr út­blæstri virkj­un­ar okk­ar sem síðan verður dælt niður í ná­læg basalt­berg­lög til var­an­legr­ar stein­renn­ing­ar með Car­bfix tækn­inni. Þar með mun Orka nátt­úr­unn­ar skipa sér í fremsta flokk grænn­ar jarðvarma­nýt­ing­ar með spor­lausri fram­leiðslu raf­magns og varma,“ er haft eft­ir Berg­lindi Rán Ólafs­dótt­ur, fram­kvæmda­stýru Orku nátt­úr­unn­ar, í til­kynn­ingu.  

Þar kem­ur fram að Car­bfix hafi þróað tækni fyr­ir var­an­lega bind­ingu kol­díoxíðs við Hell­is­heiðar­virkj­un frá ár­inu 2007 í sam­starfi við inn­lend­ar og er­lend­ar rann­sókna­stofn­an­ir. Tækn­in sem um ræðir krefst ein­ung­is raf­magns og vatns og hef­ur starf­sem­in óveru­leg um­hverf­isáhrif, sam­kvæmt til­kynn­ingu. 

Hún fel­ur það í sér að kol­díoxíð er leyst í vatni því og dælt niður í basalt­berg­grunn­inn þar sem nátt­úru­leg ferli stein­renna það til fram­búðar.

„Með þessu móti er kol­díoxíðið var­an­lega bundið í steind­um djúpt í berg­grunn­in­um og þannig komið í veg fyr­ir áhrif þess á lofts­lagið. Einnig er hægt að beita aðferðinni fyr­ir aðrar gas­teg­und­ir á borð við brenni­steinsvetni, en það hef­ur einnig verið fangað frá virkj­un­inni og dælt niður frá ár­inu 2014,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is