Eftir að komast að niðurstöðu um matskennd atriði

Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.
Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa hef­ur í þess­ari viku lagt áherslu á að fara yfir þau gögn sem nefnd­in hef­ur safnað og átta sig á því hvort frek­ari upp­lýs­inga er þörf. Birg­ir Ármanns­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, tel­ur að upp­ýs­ing­arn­ar liggi að mestu leyti fyr­ir þannig að hægt sé að meta gögn­in og kom­ast að niður­stöðu.

Sam­hliða því hef­ur nefnd­in verið að skrifa texta til að vinna með. Birg­ir tek­ur fram að það séu skjöl á vinnslu­stigi og nefnd­in eigi þó nokkra fundi eft­ir til að geta skilað af sér áliti. Eft­ir sé að ræða bet­ur ákveðin mats­kennd atriði og kom­ast að niður­stöðu um þau.

Skýrist í kom­andi viku

Birg­ir treyst­ir sér ekki til að áætla hvenær nefnd­in lýk­ur vinnu sinni en tel­ur að málið muni skýr­ast í kom­andi viku.

Nefnd­in fundaði síðast í gær og Birg­ir seg­ir að nefnd­ar­menn vinni að mál­inu heima um helg­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: