Freyja fékk góðar móttökur

Freyja fékk hlýjar móttökur.
Freyja fékk hlýjar móttökur. mbl.is/Árni Sæberg

Þrem­ur fall­byssu­skot­um var skotið af til heiðurs varðskips­ins Freyju sem kom til hafn­ar á Sigluf­irði í dag. Mik­il hátíðar­höld voru við höfn­ina þegar Freyja kom til sinn­ar heima­hafn­ar en viðstödd voru meðal ann­ars Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra og Elías Pét­urs­son bæj­ar­stjóri í Fjalla­byggð. 

Þyrla land­helg­is­gæsl­unn­ar fylgdi Freyju síðasta spöl­inn inn fjörðinn auk þess sem varðskipið Týr, björg­un­ar­skipið Sig­ur­vin og fleiri skip Lands­bjarg­ar sigldu með. Bíla­lest viðbragðsaðila keyrði frá Stráka­göng­um með flot­an­um. 

For­set­inn, dóms­málaráðherra og bæj­ar­stjóri héldu ávarp á bryggj­unni og sókn­ar­prest­ur á Sigluf­irði blessaði svo skipið að ræðuhöld­um lokn­um.

Freyja kem­ur til með að leysa varðskipið Tý af hólmi og verður með heima­höfn á Sigluf­irði. 

Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson tóku á …
Áslaug Arna Sig­ur­björs­dótt­ir dóms­málaráðherra og Guðni Th. Jó­hann­es­son tóku á móti Freyju á Sigluf­irði í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Guðni Th. Jóhannesson hélt ræðu við hátíðarhöldin.
Guðni Th. Jó­hann­es­son hélt ræðu við hátíðar­höld­in. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is