Þyrlusveitin skimaði áhöfnina

Frá skimuninni í gær.
Frá skimuninni í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Fyrsta æf­ing þyrlu­sveit­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar og áhafn­ar­inn­ar á varðskip­inu Freyju fór fram í gær þegar skipið var aust­ur af land­inu. Áhöfn­in tók á móti sig­manni og lækni þyrlunn­ar á þilfari skips­ins sem fram­kvæmdu PCR-próf á áhöfn­inni fyr­ir kom­una til Siglu­fjarðar. Sam­spil þyrlu­sveit­ar og áhafn­ar Freyju gekk hratt og vel fyr­ir sig.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Friðrik Höskuldsson færir til bókar þegar Freyja siglir inn í …
Friðrik Hösk­ulds­son fær­ir til bók­ar þegar Freyja sigl­ir inn í ís­lenska land­helgi í fyrsta sinn. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotter­dam áleiðis til Íslands á þriðju­dag. Skipið kom inn í efna­hagslög­sög­una um há­degi í gær og sigldi svo inn í ís­lenska land­helgi laust fyr­ir klukk­an tíu í gær­kvöld.

Freyja mun leggj­ast að bryggju á Sigluf­irði klukk­an 13:30 í dag í fylgd varðskips­ins Týs, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og björg­un­ar­skips­ins Sig­ur­vins. Þá verður þrem­ur púður­skot­um skotið úr fall­byssu skip­inu til heiðurs. For­seti Íslands, dóms­málaráðherra, bæj­ar­stjór­inn í Fjalla­byggð og for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar verða meðal þeirra sem taka á móti skip­inu þegar það kem­ur til hafn­ar í dag.

mbl.is