Hollywoodstjarnan Jennifer Garner byrjaði að drekka meira í kórónuveirufaraldrinum. Hún var ekki vön að detta í það þegar hún drakk en fékk sér oft lítið í einu. Í sumar ákvað hún að minnka áfengisneysluna og hætti að drekka í nokkrar vikur.
„Ég drekk því eitthvað flest kvöld,“ sagði Garner í spjalli við leikkonuna Judy Greer á samfélagsmiðlinum Instagram. Garner drakk lítið þegar hún var unglingur og í menntaskóla en byrjaði að verðlauna sig með víni eftir að hún eignaðist börn með leikaranum Ben Affleck. Elsta barnið er 15 ára.
„Ég fór að hugsa: ég drekk eitthvað smá á hverju kvöldi og sérstaklega í faraldrinum,“ sagði Garner. „Ég fæ mér hálft glas og hálfa glasið er kannski meira eins og fullt glas. Það eru sjö glös á viku og segjum að ég drekki tvö um helgar. Allt í einu er ég að drekka næstum því tíu glös af víni á viku.“
Alias-leikkonan ákvað að hætta að drekka í tíu vikur í sumar en svindlaði aðeins þegar hún fór í ferð til New York í september. Garner segist vera að endurhugsa samband sitt við vín.