„Rekstur Dögunar hefur styrkst á undanförnum árum“

Óskar Garðarsson hjá Dögun á Sauðárkróki segir miklar sveiflur hafa …
Óskar Garðarsson hjá Dögun á Sauðárkróki segir miklar sveiflur hafa verið í rækjuiðnaðinum undanfarin ár. Ljósmynd/Aðsend

Sjálf­virk­ar vél­ar sjá um mörg erfiðustu og flókn­ustu verk­efn­in hjá Dög­un. Sam­keppn­in á rækju­markaði er hörð og þurfa rækju­vinnsl­ur að geta tek­ist á við sveifl­ur af ýms­um toga.

Íslensk­ur rækjuiðnaður hef­ur tekið tölu­verðum breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi og þá ekki síst vegna mik­ils sam­drátt­ar í veiðum. Á blóma­skeiði grein­ar­inn­ar, á seinni helm­ingi 10. ára­tug­ar­ins, veidd­ust að jafnaði um 50 til 70.000 tonn af rækju á Íslands­miðum ár hvert en í dag er rækju­kvót­inn aðeins um 10% af þeirri tölu og ís­lensk­ar rækju­vinnsl­ur mjög háðar hrá­efni er­lend­is frá.

Óskar Garðars­son, fram­kvæmda- stjóri rækju­vinnsl­un­ar Dög­un­ar á Sauðár­króki, seg­ir mikla upp­stokk­un hafa átt sér stað og fá fé­lög eft­ir sem eru helguð veiðum og vinnslu á rækju. Dög­un var stofnuð árið 1983 og starfa í dag á bil­inu 25 til 30 manns hjá fyr­ir­tæk­inu. Frá 2016 til 2020 gerði Dög­un út rækju­veiðiskip sem fé­lagið seldi svo frá sér og snýst rekst­ur­inn í dag al­farið um vinnslu í landi en auk starf­sem­inn­ar á Sauðrár­króki á Dög­un hlut í öfl­ugri rækju­út­gerð í Eistlandi.

Dögun framleiðir um 6.500 til 8.500 tonn á hverju ári.
Dög­un fram­leiðir um 6.500 til 8.500 tonn á hverju ári. Ljós­mynd/​Aðsend

Á dæmi­gerðu ári fram­leiðir Dög­un afurðir úr u.þ.b. 6.500 til 8.500 tonn­um af hrá­efni og kaup­ir fé­lagið mikið magn af rækju sem veidd er í Bar­ents­hafi, við strend­ur Græn­lands og Kan­ada og eft­ir at­vik­um frá öðrum lönd­um sem stunda veiðar á kald­sjáv­ar­rækju, einkum á Norður-Atlants­hafi.

„Und­an­farið hafa verið sveifl­ur í rækju­veiðum á milli landa. Er það helst á Græn­landi að veiðarn­ar hafa hald­ist til­tölu­lega stöðugar en í Kan­ada dróg­ust veiðar nokkuð hratt sam­an í kring­um 2014 og allt fram til 2019. Veiði í Bar­ens­hafi hef­ur verið í þokka­legu jafn­vægi. Allt hef­ur þetta áhrif á heims­markaðsverðið enda flæðir rækja sem hrá­efni á milli landa,“ út­skýr­ir Óskar.

„Heild­ar­magn rækju­veiða ís­lenska flot­ans hef­ur verið í kring­um 4.000 til 6.000 tonn und­an­far­in ár og myndi það duga til að anna þörf­um einn­ar rækju­vinnslu en í dag eru 3-4 verk­smiðjur stærst­ar á þessu sviði: Dög­un, Hólmdrang­ur á Hólma­vík, Rammi á Sigluf­irði og Kampi á Ísaf­irði.“

Þorsk­ur­inn vill frek­ar loðnu en rækju

Aðspurður hvað það var sem olli skörp­um sam­drætti í rækju­veiðum og hverj­ar horf­urn­ar eru á næstu árum seg­ir Óskar að fylgni sé á milli rækju­stofns­ins, þorsk­stofns­ins og loðnu­stofns­ins. „Í sum­ar hef­ur veiðin verið nokkuð góð og rækj­an stærri en oft áður og virðist vera í góðu ástandi. Eru því ein­hver teikn á lofti um að stofn­inn kunni að vera að bragg­ast. Ný­leg rann­sókn á stöðu inn­fjarðar­stofna í Arnar­f­irði og Ísa­fjarðar­djúpi sýn­ir þó aðra þróun. Þar er minna af rækju að sjá, en aft­ur mun meira af ýsu, sem einnig étur rækj­una.“

Þorsk­ur­inn étur rækju en virðist þó frek­ar sækja í loðnu ef henni er til að dreifa. „Ef loðnan er af skorn­um skammti þá get­ur það bitnað á rækju­stofn­in­um, en að sama skapi get­ur rækj­unni vegnað vel ef nóg er af loðnu í haf­inu. Sam­an við þetta flétt­ast hita­sveifl­ur í hafi en kald­sjáv­ar­rækj­an forðast heit­ari sjó og fær­ir sig þá norðar. Afránið er þó af­ger­andi þátt­ur, ann­ars hefði stofn­inn náð sér upp aft­ur þar sem veiði hef­ur verið langt und­ir því sem áður var.“

Rækjuveiðar gengu mun betur hér við land í fyrri tíð. …
Rækju­veiðar gengu mun bet­ur hér við land í fyrri tíð. Stofn­arn­ir hafa staðið höll­um fæti. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Það hrá­efni sem ekki er hægt að kaupa á Íslandi er, sem fyrr seg­ir, flutt til lands­ins frá rækju­út­gerðum er­lend­is og kem­ur hrá­efnið til Sauðár­króks með skipi. Þar sem um frysti­vöru er að ræða fer loka­af­urðin sömu­leiðis með skipi frá Sauðár­króki á er­lenda markaði og sel­ur Dög­un 95% af fram­leiðslu sinni úr landi.

Und­an­far­in ár hef­ur verið fjár­fest í tækni­væðingu Dög­un­ar til að auka af­köst og gæði og létta starfs­fólki erfiðustu störf­in. Seg­ir Óskar að á venju­leg­um degi geti 35-40 tonn af vigtuðu hrá­efni farið í gegn­um verk­smiðjuna, sem ger­ir í kring­um 8-10 millj­ón stak­ar rækj­ur. Eru há­marks­af­köst á sól­ar­hring um 60 tonn.

Er­lend­ir keppi­naut­ar fá ríku­lega styrki

„Fyrst af öllu er rækj­an sett í hrá­efn­istanka þar sem hún er þídd upp í einn sól­ar­hring í blöndu af vatni og salti. Þaðan er rækj­an færð yfir í sjóðara og soðin rétt rúma mín­útu áður en hún er kæld lít­ils­hátt­ar og því næst send yfir á sjálf­virk­ar pill­un­ar­vél­ar,“ lýs­ir Óskar en þar er vöðvinn losaður frá skel­inni.

„Næsta skref er mynda­vélagrein­ing og er hver ein­asta rækja mynduð og send aft­ur í pill­un­ar­vél­ina ef tölv­an grein­ir leif­ar af skel eða löpp­um. Þá tek­ur við hreinsi­band þar sem starfs­fólkið okk­ar ger­ir loka­skoðun á afurðinni og fjar­læg­ir rækju sem ekki sam­ræm­ist okk­ar gæðastöðlum. Rækj­unni er síðan rennt í smá salt­pækil til að kæla hana niður áður en hún fer í laus­frysti, og 10% íshúð sett á rækj­una til að verja vöðvann gegn hnjaski og hita­sveifl­um. Millifryst­ir í rækju­vinnsl­unni get­ur geymt allt að 10 tonn af rækju, en sjálf­virk­ar vél­ar sjá um flokk­un og pökk­un í mis­mun­andi pakkn­ing­ar, og ró­bóti sér um að stafla köss­um á vöru­bretti, allt und­ir vök­ulu auga reynslu­bolt­ans Hilm­ars Ívars­son­ar sem stýr­ir fram­leiðslu fé­lags­ins.“

Binda eig­end­ur Dög­un­ar von­ir við að tækni­væðing verk­smiðjunn­ar muni veita fyr­ir­tæk­inu for­skot í þeirri hörðu sam­keppni sem rík­ir á rækju­markaði. Bend­ir Óskar á að marg­ir séu um hit­una og ófá­ar er­lend­ar rækju­vinnsl­ur njóti fyr­ir­greiðslu sem ís­lensk­um rækju­vinnsl­um stend­ur ekki til boða.

„Einn af risun­um á markaðinum er Royal Green­land sem er í eigu græn­lensku lands­stjórn­ar­inn­ar, og hef­ur fé­lagið átt það til að keyra niður verð í krafti stærðar sinn­ar svo að hin fyr­ir­tæk­in á markaðinum eiga fárra annarra kosta völ en að fylgja þeim eft­ir. Við þurf­um líka að sætta okk­ur við að rækjuiðnaður­inn í Kan­ada nýt­ur ríku­legs rík­is­stuðnings og var t.d. einn af keppi­naut­um okk­ar að fjár­festa ný­verið fyr­ir jafn­v­irði 100 millj­óna króna í nýj­um tækni­lausn­um og stóð ekki á kanadísk­um stjórn­völd­um að styrkja fyr­ir­tækið sem nam allri upp­hæðinni.“

Sjálfvirknivæðingin er einnig áberandi í rækjuvinnslu.
Sjálf­virkni­væðing­in er einnig áber­andi í rækju­vinnslu. Ljós­mynd/​Aðsend

Þýðir þetta rekstr­ar­um­hverfi að ís­lensk­ar rækju­vinnsl­ur þurfa að vera á tán­um og hafa get­una til að taka á sig niður­sveifl­ur þegar svo ber und­ir. „Grein­in býr yfir tölu­verðum um­framaf­köst­um og þegar mik­il sam­keppni er um hrá­efnið er freist­andi að bjóða óþarf­lega hátt verð fyr­ir hrá­efnið, sem svo þýðir að fyr­ir­tæk­in ganga nærri sér í af­komu. Ef eitt­hvað breyt­ist, s.s. að krón­an styrk­ist veru­lega, get­ur þurft lítið til að fyr­ir­tæki lendi í vanda og jafn­vel í greiðsluþroti. Brex­it jók á óvissu í geir­an­um enda Bret­lands­markaður ís­lensk­um fram­leiðend­um mik­il­væg­ur,“ seg­ir Óskar og und­ir­strik­ar að fyr­ir­tæk­in í grein­inni þurfa að hafa fjár­hags­leg­an styrk til að bregðast við og jafna út sveifl­ur.

„Rekst­ur Dög­un­ar hef­ur styrkst á und­an­förn­um árum og fé­lagið fékk meðal ann­ars viður­kenn­ingu frá Cred­it­in­fo í vik­unni, sem framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki í rekstri.“

Rækja ekki sama og rækja

Í haf­inu lifa nokkr­ar teg­und­ir af rækju en í meg­in­drátt­um má skipta rækju­markaðinum í kald­sjáv­ar­rækju ann­ars veg­ar og heit­sjáv­ar­rækju hins veg­ar. Kald­sjáv­ar­rækja er ekki ræktuð held­ur veidd á norðlæg­um slóðum og í köld­um sjó í suðri, s.s. út af suður­strönd Arg­entínu, en heit­sjáv­ar­rækj­una má rækta og er um­fang rækju­eld­is tölu­vert, t.d. í Suður-Am­er­íku og Asíu.

Óskar seg­ir að vandaður sam­an­b­urður leiði í ljós að kald­sjáv­ar­rækj­an er allt ann­ar mat­ur. „Kald­sjáv­ar­rækj­an hef­ur sitt sér­staka bragð og áferð, en það má samt skipta kald­sjáv­ar­rækju út fyr­ir heit­sjáv­ar­rækju í sum­um rétt­um án þess að neyt­and­inn verði þess endi­lega var. Heit­sjáv­ar­rækj­an er af ýms­um gerðum og lit­um, oft grá­leit, en það er ekki al­gilt. Áferð og bragð er einnig breyti­legt eft­ir teg­und­um og svæðum.“

Eru vör­urn­ar þó nógu lík­ar til að fylgni sé á milli heims­markaðsverðs kald­sjáv­ar- og heit­sjáv­ar­rækju, þrátt fyr­ir að fram­leiðslu­kostnaður­inn sé fjarri því sá sami. „Það fæst hærra verð fyr­ir kald­sjáv­ar­rækj­una en kaup­end­ur nota iðulega heit­sjáv­ar­rækj­una sem viðmið og bregðast við ef þeim þykir verðmun­ur­inn á teg­und­un­um orðinn of mik­ill,“ út­skýr­ir Óskar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: