Enn langt í land hjá kjörbréfanefnd

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður.
Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður. Ljósmynd/Aðsend

Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa hef­ur nú fundað alls tutt­ugu og tvisvar frá því hún kom fyrst sam­an 4. októ­ber, þris­var til fimm sinn­um í viku all­ar göt­ur síðan. Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar og nefnd­armaður, seg­ir að í raun sé enn sé nokk­ur vinna eft­ir.

„Hvert skref vinnst hægt. Leggja þarf loka­hönd á að afla upp­lýs­inga um mála­vöxtu og síðan tek­ur við túlk­un á lög­um sem við eiga.“

Sú mála­vaxt­ar­lýs­ing sem send var út á þá sem komið hafa fyr­ir nefnd­ina fyr­ir helgi séu drög og von sé á full­unn­inni lýs­ingu eft­ir að viðstadd­ir aðilar hafi fengið að fara yfir hana. Lík­lega muni sú lýs­ing liggja fyr­ir fyrri hluta vik­unn­ar og verður birt op­in­ber­lega. Þá tek­ur við hið eig­in­lega lög­fræðilega mat.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: