Knýja á um alvörusamningaviðræður

Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands.
Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing Sjó­manna­sam­bands Íslands skor­ar á aðild­ar­fé­lög sam­bands­ins að hefja nú þegar und­ir­bún­ing aðgerða til að knýja á um al­vöru­samn­ingaviðræður við út­vegs­menn. Samn­inga­nefnd sam­bands­ins taki málið til um­fjöll­un­ar svo fljótt sem auðið er og móti stefnu um sam­eig­in­leg­ar aðgerðir til framtíðar.

Kem­ur þetta fram í álykt­un þings Sjó­manna­sam­bands­ins sem fram fór á fimmtu­dag og föstu­dag.

Kanna hug fé­lags­manna

„Við þurf­um að enda þessa deilu ein­hvern veg­inn. Ef við þurf­um að fara í aðgerðir til þess, verður svo að vera,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son sem end­ur­kjör­inn var formaður til næstu tveggja ára.

Val­mund­ur lagði jafn­framt áherslu á að aðild­ar­fé­lög­in færu með samn­ings­um­boðið og þau tækju sín­ar ákv­arðanir. Nú færu for­ystu­menn þeirra að kanna hug fé­lags­manna.

Fram hef­ur komið að hugs­an­leg­ar verk­fallsaðgerðir sjó­manna gætu tengst loðnu­vertíð í vet­ur. Spurður hvort verk­falls­hljóð sé komið í fé­lags­menn seg­ist Val­mund­ur ekki vita það. En hljóðið sé að þyngj­ast. Menn telji ótækt að vera kjara­samn­ings­laus­ir í tvö ár.

Krafa um viðræður

Í álykt­un eru Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, samn­ingsaðili sjó­manna­fé­lag­anna, vítt harðlega fyr­ir að gera ekki kjara­samn­inga við sjó­menn um sjálf­sögð rétt­inda­mál sem önn­ur sam­tök launa­fólks hafi þegar samið um. Aðallega hef­ur strandað á kröfu sjó­manna um 3,5% viðbótar­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð. Þess er kraf­ist að gengið verði þegar til raun­veru­legra viðræðna við samn­inga­nefnd Sjó­manna­sam­bands Íslands.

Vak­in er at­hygli á því að út­gerðin hafi hagn­ast um 36 þúsund millj­ón­ir á ári, að meðaltali síðustu fimm árin, en kostnaðar­auki af líf­eyr­is­sjóðskröf­unni sé inn­an við eitt þúsund millj­ón­ir á ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: