Loðnuútgerðir eru nú í efstu sætunum

Álsey, skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, að veiðum í Faxaflóa í …
Álsey, skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, að veiðum í Faxaflóa í byrjun mars síðastliðins. mbl.is/Börkur Kjartansson

Brim hf. er, eins og áður, með flest heild­arþorskí­gildi á fisk­veiðiár­inu, en næst á list­an­um eru Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Síld­ar­vinnsl­an, Sam­herji, Vinnslu­stöðin, Skinn­ey-Þinga­nes, Eskja og FISK-Sea­food. Eft­ir til­kynn­ingu um loðnu­kvóta upp á um 630 þúsund tonn til upp­sjáv­ar­flot­ans um miðjan októ­ber hef­ur orðið breyt­ing á list­an­um og fyr­ir­tæki sem eru með mikla hlut­deild í loðnu raðað sér í efstu sæt­in. Fyr­ir­tæki eins og FISK Sea­food og Þor­björn hafa færst neðar á list­an­um.

Hár þorskí­gild­isstuðull er nú á loðnu og gerði það að verk­um að Brim fór upp úr kvótaþak­inu eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í síðustu viku. Leyfi­legt heild­ar­verðmæti afla­hlut­deild­ar allra teg­unda er 12%, en Brim hf. er nú með 13,2% í heild­ina. Fyr­ir­tækið hef­ur sex mánuði til að bregðast við þess­ari stöðu. Eft­ir sem áður er Brim með 18% í loðnu, en þar er há­markið 20%.

mbl.is

Útgerðum með afla­hlut­deild fækkaði ár­lega frá fisk­veiðiár­inu 2005/​2006 eins og sýnt er á meðfylgj­andi stöpla­riti Fiski­stofu. Á fisk­veiðiár­inu 2019/​2020 fjölgaði þeim á ný úr 442 í 711. Fjölg­un­in skýrist af hlut­deild­ar­setn­ingu á hlýra og mak­ríl, að því er fram kem­ur í frétt á vef Fiski­stofu. Síðustu tvö fisk­veiðiár hef­ur þeim fækkað á ný og við síðustu fiski­veiðiára­mót voru 664 út­gerðir með afla­hlut­deild. Mörg þess­ara fyr­ir­tækja eru með mjög litla afla­hlut­deild og fengu ekki út­hlutað afla­marki í upp­hafi fisk­veiðiárs­ins þegar afla­marki var út­hlutað á 423 skip í eigu 308 aðila.

Skip­um í afla­marks­kerf­inu hafði fjölgað um fimm á milli ára og eru nú 181. Bát­ar með króka­afla­mark voru 242 í upp­hafi fisk­veiðiárs­ins og fækk­ar um þrjá. Með mesta heild­ar­hlut­deild í þorskí­gild­um í króka­afla­marki eru Grunn­ur, Jakob Val­geir, Háa­öxl, Stakka­vík og Nesver.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: