Losnaði úr einangrun og fór til Köben

Friðrik Ómar Hjörleifsson smitaðist af kórónuveirunni en er búinn að …
Friðrik Ómar Hjörleifsson smitaðist af kórónuveirunni en er búinn að jafna sig. mbl.is/​Hari

Tón­list­armaður­inn Friðrik Ómar Hjör­leifs­son smitaðist af kór­ónu­veirunni í lok októ­ber. Hann jafnaði sig í síðustu viku og beið ekki boðanna og fór til Kaup­manna­hafn­ar á föstu­dag­inn með tón­list­ar­kon­unni Selmu Björns­dótt­ur.

Friðrik Ómar og Selma voru reynd­ar búin að bóka miðana til Kaup­manna­hafn­ar áður en Friðrik smitaðist. Hann rétt komst út en hann losnaði úr ein­angr­un á fimmtu­dag­inn, dag­inn fyr­ir brott­för. Tón­listar­fólkið var í vinnu­ferð en þau komu fram á Eurovisi­on-skemmt­un ásamt öðrum Eur­vovisi­on-stjörn­um á laug­ar­dag­inn. 

Tón­list­armaður­inn var dug­leg­ur að gera grein fyr­ir veik­ind­um sín­um og ein­angr­un­inni á sam­fé­lags­miðlum. Hann greindi meðal ann­ars frá því eft­ir þriggja daga ein­angr­un að hann væri með næga mat­ar­lyst en ekk­ert bragðskyn. Vin­irn­ir Friðrik Ómar og Selma nýttu meðal ann­ars ferðina til Kaup­manna­hafn­ar til þess að fá sér ekta danskt smør­rebrød. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Friðrik Ómar (@from­ar­inn)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Friðrik Ómar (@from­ar­inn)



mbl.is