Gagnaöflun komin langt

Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar.
Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við sjá­um fyr­ir okk­ur að það verði fundað út þessa viku,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, formaður und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd­ar Alþing­is, um stöðuna í vinnu nefnd­ar­inn­ar. Hann seg­ir að nefnd­in sé mjög var­kár í yf­ir­lýs­ing­um um tím­aramm­ann, og að hann geti ekk­ert full­yrt hver staðan verði við viku­lok­in.

„Við erum auðvitað að reyna að færa okk­ur í átt að niður­stöðu, en það er al­veg ljóst að það eru þó nokkr­ar umræður eft­ir í nefnd­inni og ekki víst hvaða tíma það tek­ur.“

Hann seg­ir að nefnd­in sé kom­in langt í gagna­öfl­un og sjái fyr­ir end­ann á henni, en að enn sé eft­ir að ræða hvernig þau gögn sem fram eru kom­in verði met­in, og einnig hvernig þau laga­legu atriði verði met­in sem þurfi að hafa í huga þegar gengið sé frá niður­stöðum nefnd­ar­inn­ar. „Það eru því þessi atriði sem kalla á mat nefnd­ar­inn­ar, bæði hvað varðar mat á mála­vöxt­um og síðan mat á laga­leg­um atriðum.“

Í gær birt­ist á heimasíðu nefnd­ar­inn­ar drög að máls­at­vika­lýs­ingu á fram­kvæmd kosn­ing­anna í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Birg­ir seg­ir að auðvitað séu fleiri atriði und­ir í starfi nefnd­ar­inn­ar en bara kosn­ing­in í því kjör­dæmi, en að þar sem flest kæru­mál­in sneru að því kjör­dæmi hefði nefnd­in talið rétt á þessu stigi að gera op­in­bera þessa­sam­an­tekt á máls­at­vika­lýs­ingu sem nefnd­in sé að vinna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: